Ígildisreglan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ígildisreglan er í lögfræðimeginregla hjúskaparréttarverðmæti sem koma í stað séreignar verði einnig séreign viðkomandi, og gildir hið sama um arð af séreign. Sem dæmi myndi söluverðmæti séreignar eða bætur vegna tjóns á séreign einnig verða að séreign viðkomandi, og hið sama gildir um arð af hlutabréfum og útleigu á húsnæði sem væri séreign viðkomandi. Sá háttur gildir nema annað sé sérstaklega tekið fram í kaupmála, samkvæmt kvöð sem hvílir á gjöf eða arfi, eða það leiði ótvírætt af gerningnum að hjónunum sé heimilt að breyta þeim kvöðum.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.