Michael Bloomberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Bloomberg
Borgarstjóri New York
Í embætti
1. janúar 2002 – 31. desember 2013
ForveriRudy Giuliani
EftirmaðurBill de Blasio
Persónulegar upplýsingar
Fæddur14. febrúar 1942 (1942-02-14) (82 ára)
Brighton, Boston, Massachusetts, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn (fyrir 2001 og frá 2018)
Óflokksbundinn (2007–2018)
Repúblikanaflokkurinn (2001–2007)
MakiSusan Brown-Meyer (g. 1975; skilin 1993)
Diana Taylor (í sambúð frá 2000)
Börn2
HáskóliJohns Hopkins-háskóli
Harvard-háskóli
StarfViðskipamaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

Michael Rubens Bloomberg (f. 14. febrúar 1942) er bandarískur viðskiptajöfur, stjórnmálamaður og mannúðarvinur. Bloomberg var árið 2014 metinn á $33,2 milljarða, sem gerði hann að 15. ríkasta manni í heimi og þeim ríkasta í New York. Hann hefur gefið yfir $2,4 milljarða til góðgerðarmála, þá helst til heilbrigðismála, umhverfismála, lista og menntunar.[1]

Fjölskylda og menntun[breyta | breyta frumkóða]

Bloomberg óx úr grasi í millistéttarfjölskyldu í Medford Massachusett og fór síðar í Johns Hopkins háskóla þar sem hann útskrifaðist árið 1964 sem rafmagnsverkfræðingur. Eftir úskrift kláraði hann MBA gráðu frá Harvard Business School. Árið 1966 þegar Víetnam stríðið stóð sem hæst sótti hann um í Officer Candidate skólanum hjá Bandaríska hernum, en var hafnað af læknisfræðilegum ástæðum. Árið 1976 giftist hann sinni fyrstu konu, Susan Brown. Saman eiga þau tvö börn, Emmu og Georgínu. Þau skildu árið 1993. Seinni kona hans er Diana Taylor.

Salomon Brothers[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1966 var Bloomberg ráðin af Salomon Brothers í New York. Byrjunarlaun hans voru $9.000 á ári. Þar vann hann sig upp og árið 1972 var hann orðinn verðbréfamiðlari og hluthafi í fyrirtækinu. Hann vann 12 tíma á dag, sex daga á viku. Árið 1976 var Bloomberg stór hluthafi í Salomon Brothers og starfaði sem umsjónamaður eigna, verðbréfamiðlunar og sölu. Árið 1976 var Bloomberg beðinn um að taka yfir í nýstofnaðari tölvudeild fyrirtækisins. Föstudaginn 31. júlí árið 1981 breyttust hlutirnir hjá Salomon Brothers. Hluthafar voru kallaðir á fund og það var tilkynnt að fyrirtækið myndi renna saman við fyrirtækið Phibro Corporation og saman þá færu þau á almennan hlutabréfamarkað. Margir hluthafar urðu mjög auðugir við þennan samruna og var fagnað vel þetta kvöld. Daginn eftir hittu hluthafar stjórnina og á þeim fundi var Bloomberg beðinn um að fara frá fyrirtækinu. Í staðinn fékk Bloomberg, þá 39 ára, $10 milljónir í reiðufé og hlutabréfum. Bloomberg lét af störfum hjá Salomon Brothers þann 30. september, 1981. Daginn eftir stofnaði hann fyrirtæki sitt Bloomberg en það var fyrirtæki sem átti með tölvutækni að auðvelda vinnu verðbréfamiðlara. Hann lagði $4 milljónir af þeim $10 milljónum sem hann átti í verkið.

Stofnun Bloomberg fyrirtækisins[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1982 keypti Merrill Lynch 22 tölvur af Bloomberg. Þeir borguðu honum einnig $30 milljónir fyrir 30% hlut í fyrirtækinu. Í dag eru 22 fiskabúr á skrifstofu Bloomberg í New York sem tákna þessa fyrstu sölu. Árið 1987 seldi Bloomberg tölvu númer 5000. Árið 1989 keypti Bloomberg til baka 30% hlut Merrill Lynch á $200 milljónir. Miðað við það var verðmæti Bloomberg $2 milljarðar aðeins átta árum frá stofnun þess. Í framhaldinu stofnaði Bloomberg fjölmiðlahluta fyrirtækisins, hóf útgáfu á tímaritum og stofnaði sjónvarpsstöð. Tölva númer 100.000 var seld árið 1998. Einnig leigðu þeir hugbúnaðinn á $1.500 á mánuði og þannig hélt gríðarlegur hagnaður fyrirtækisins áfram. Í dag eru rúmlega 310.000 áskriftir skráðar og starfsmenn Bloomberg eru yfir 15.000 um allan heim.

Borgarstjóri[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2001 ákvað Bloomberg að bjóða sig fram til borgarstjóra New York. Hann flutti sig frá flokki Demókrata yfir til Repúblikana vegna þess að hann taldi að það yrði frekar tekið eftir honum þar. Á þessum tíma voru fimm sinnum fleiri New York búar skráðir í flokk Demókrata en í flokk Repúblikana. Bloomberg sett nýtt met þegar kom að kostnaði við framboð en hann eyddi $74 milljónum. Árið 2001 var Bloomberg kjörinn 108. borgarstjóri í New York og hélt þeim titli í þrjú kjörtímabil. Bloomberg hætti þá sem forstjóri fyrirtækis síns og setti Lex Stanwick í starfið. Eftir að hafa tekið við starfi borgarstjóra ákvað hann að borga sér $1 í laun á ári. Bloomberg eyddi $85 milljónum i seinni kosningarbaráttu sína árið 2005. Árið 2007, á öðru kjörtímabili sínu sagði Bloomberg sig úr Repúblikana flokknum og lýsti sig óháðan. Vegna kreppunnar sem skall yfir heiminn árin 2008- 2009 ákvað Bloomberg að hann þyrfti að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabils. Hann lagði fram $90 milljónir í kosningabaráttuna.

Forsetaframboð 2020[breyta | breyta frumkóða]

Þann 24. nóvember árið 2019 tilkynnti Bloomberg formlega að hann hygðist gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2020 og freista þess að verða mótframbjóðandi Donalds Trump forseta.[2] Bloomberg hafði áður tilkynnt að hann myndi ekki taka við styrkjum né þiggja laun ef hann næði kjöri sem forseti.[3]

Bloomberg hætti kosningabaráttu sinni þann 4. mars 2020 eftir slakt gengi í forkosningum daginn áður. Hann lýsti yfir stuðningi við Joe Biden, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, í forvali Demókrata.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Myles Meserve. „How Michael Bloomberg went from bond trader to billionaire media mogul“. Sótt 10.nóvember 2014 2014.
  2. Andri Eysteinsson (24. nóvember 2019). „Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt“. Vísir. Sótt 24. nóvember 2019.
  3. Tryggvi Páll Tryggvason (23. nóvember 2019). „Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er" til að sigra Trump“. Vísir. Sótt 24. nóvember 2019.
  4. Stefán Ó. Jónsson (4. mars 2020). „Bloomberg hættir og styður Biden“. Vísir. Sótt 4. mars 2020.


Fyrirrennari:
Rudy Giuliani
Borgarstjóri New York
(1. janúar 200231. desember 2013)
Eftirmaður:
Bill de Blasio