Markaðsbrestur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Markaðsbrestur nefnist það þegar framleiðsla á vöru eða þjónustu á markaði er ekki skilvirk. Með því er átt við að hagkvæmara sé að skipuleggja framleiðsluna með öðrum hætti. Sem dæmi um markaðsbresti má nefna: einokunar- og fákeppnismarkaði, samgæði og ytri áhrif. Markaðsbrestir eru oft notaðir sem réttlæting á inngripi hins opinbera. Andstæða markaðsbrests hefur verið nefndur ríkisbrestur.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.