Verðsamráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Verðsamráð er þegar aðilar sem ættu að hafa með sér samkeppni gera með sér samráð um að kaupa eða selja tiltekna vöru eða þjónustu aðeins á tilteknu verði, eða halda markaðsaðstæðum þannig að verðið sé fast með því að stýra framboði og eftirspurn.

Tilgangur verðsamráðs getur verið að hækka verð vöru og auka þannig hagnað seljenda, tryggja afslátt til kaupenda eða viðhalda verðstöðugleika.

Verðsamráð er almennt bannað með samkeppnislögum en þó geta verið undantekningar sem þá eru háðar tilteknum skilyrðum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.