Ósíris
Útlit
(Endurbeint frá Osiris)
Ósíris (fornegypska: Wsir Úsir; forngríska: Ὄσιρις Osiris) var guð Forn-Egypta, drottnari dauðra og undirheima. Hann er oftast sýndur sem smurður faraó með græna húð og vafða fætur og kórónu með tveimur strútsfjöðrum. Eiginkona hans og systir er Ísis og með henni átti hann soninn Hórus eftir dauða sinn. Goðsögnin um Ósíris og Ísisi var miðlæg í fornegypskum trúarbrögðum. Samkvæmt goðsögninni var Ósíris drepinn af Set bróður sínum sem vildi ræna hann völdum. Ísis endurvakti hann svo til lífsins með töfrum og gat með honum soninn Hórus áður en hann lést á ný. Hórus sigraði síðan hinn illa Set.
Ósíris tók yfir hlutverk Anúbis sem höfuðguð undirheima og verndari hinna látnu.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ósíris.