One Direction

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
One Direction
One Direction í Glasgow árið 2015. Frá vinstri til hægri: Louis Tomlinson, Niall Horan, Liam Payne og Harry Styles.
One Direction í Glasgow árið 2015. Frá vinstri til hægri: Louis Tomlinson, Niall Horan, Liam Payne og Harry Styles.
Upplýsingar
Önnur nöfn1D
UppruniLondon, England
Ár2010–2016
Stefnur
Útgefandi
Meðlimir
Fyrri meðlimir
Vefsíðaonedirectionmusic.com

One Direction er bresk-írsk strákahljómsveit stofnuð í London árið 2010. Meðlimir hennar eru Niall Horan, Liam Payne, Harry Styles og Louis Tomlinson. Zayn Malik var einnig í hljómsveitinni uns hann sagði skilið við hana 25. mars 2015. Frá árinu 2016 hefur sveitin tekið sér ótímabundið hlé.

Þeir gerðu útgáfusamning við útgáfufyrirtæki Simon Cowell, Syco Records, eftir að hafa lent í þriðja sæti í sjöundu þáttaröðinni af breska The X Factor. Í framhaldi af því gerðu þeir samning við Columbia Records í Bandaríkjunum.

Þeir vöktu mikla alþjóðlega athygli með útgáfu fyrstu plötu sinnar Up All Night sem kom út í lok árs 2011 og fór fyrsta smáskífu þeirra, „What Makes You Beautiful“ á topp vinsældarlista um víða veröld. Up All Night náði þeim merka árangri að verða fyrsta frumraun breskrar hljómsveitar til að komast í toppsæti bandaríska Billboard 200 listans. Fyrir það voru þeir skráðir í Heimsmetabók Guinness. Í enda ársins 2012 sendu þeir frá sér plötuna Take Me Home og smáskífuna „Little Things“. Einnig endurgerðu þeir lagið „One Way Or Another“ með Blondie. Árið 2013 fóru þeir í tónleikaferð undir nafninu Take Me Home Tour sem byrjaði 23. febrúar í London og endaði 3. nóvember í Japan, sama ár kom út platan Midnight Memories sem er þeirra þriðja plata. Árið 2014, frá 25. apríl til 5. október, fóru þeir á tónleikaferðalag undir heitinu Where We Are Tour.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Up All Night (2011)
  • Take Me Home (2012)
  • Midnight Memories (2013)
  • Four (2014)
  • Made in the A.M. (2015)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.