Harry Styles
Harry Styles | |
---|---|
![]() Styles á sviði Wembley Stadium árið 2022 | |
Fæddur | Harry Edward Styles 1. febrúar 1994 |
Störf |
|
Ár virkur | 2010–núverandi |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri | Rödd |
Útgefandi |
|
Meðlimur í | One Direction |
Vefsíða | hstyles |
Undirskrift | |
![]() |
Harry Edward Styles (f. 1. febrúar 1994) er enskur söngvari, lagahöfundur, og leikari. Hann hóf ferilinn sinn sem þátttakandi í bresku sjónvarpsþáttunum The X Factor. Eftir að hafa dottið úr keppni, var hann fenginn til baka til að stofna hljómsveitina One Direction. Hún varð ein söluhæsta strákahljómsveit heims þar til hún tók sér hlé árið 2016.
Styles gaf út fyrstu plötuna sína í gegnum Columbia Records árið 2017. Hún hafnaði á toppi vinsældalista í Bretlandi og Bandaríkjunum, og var ein af mest seldu plötum heims það ár. Lagið „Sign of Times“ náði fyrsta sæti á UK Singles Chart. Önnur plata Styles, Fine Line (2019), byrjaði einnig á toppi Billboard 200 listans og var nefnd ein af „500 bestu plötum allra tíma“ af Rolling Stone árið 2020. Fjórða smáskífan af henni, „Watermelon Sugar“, komst efst á Billboard Hot 100. Árið 2022 gaf hann út þriðju plötuna Harry's House sem hlaut mikið lof og setti ýmis met.
Styles hefur fengið margar viðurkenningar og verðlaun, þar með talið Brit Award, Grammy Award, Ivor Novello Award, og American Music Award. Hann hefur leikið í kvikmyndunum Dunkirk (2017), Don't Worry Darling (2022), og My Policeman (2022). Styles er þekktur fyrir áberandi tískustíl og var fyrsti karlmaðurinn til að sitja einn fyrir á forsíðu tímaritsins Vogue.
Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]
Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]
- Harry Styles (2017)
- Fine Line (2019)
- Harry's House (2022)