The X Factor (Bretland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The X Factor
TegundRaunveruleikasjónvarp
Búið til afSimon Cowell
LeikstjóriPhil Heyes
Kynnir
  • Kate Thornton
  • Dermot O'Leary
  • Caroline Flack
  • Olly Murs
Dómarar
Talsetning
  • Peter Dickson
  • Redd Pepper
UpprunalandBretland
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða15
Fjöldi þátta445
Framleiðsla
Aðalframleiðandi
  • Simon Cowell
  • Richard Holloway
  • Beth Hart
  • Mark Sidaway
  • Cheryl[1]
  • Caroline Davies
  • Lee McNicholas
  • Iona Mackenzie
Lengd þáttar60–150 mínútur
Framleiðsla
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðITV
Sýnt4. september 2004 (2004-09-04)2. desember 2018 (2018-12-02)
Tenglar
IMDb tengill

The X Factor voru breskir raunveruleikasjónvarpsþættir sem voru búnir til af Simon Cowell. Þeir voru frumsýndir 4. september 2004. Þættirnir voru framleiddir af Talkback Thames og Syco Entertainment fyrir sjónvarpsstöðina ITV í Bretlandi. Þáttaraðirnar urðu 15 talsins og þættirnir 445. Síðasti þátturinn var sýndur í desember 2018. Kynnir flestra þáttanna var Dermont O'Leary, en Kate Thornton kynnti fyrstu þrjár þáttaraðirnar og Olly Murs var kynir í tólftu þáttaröð.

Í hverri þáttaröð fóru keppendur á öllum aldri í áheyrnarprufur til að sanna fyrir dómnefnd að þau hefðu sönghæfileika. Dómarar voru valdir fyrir bakgrunn þeirra í tónlistariðnaðinum. Meðal þeirra sem hafa setið í dómnefnd eru Simon Cowell, Louis Walsh, Sharon Osbourne, Dannii Minogue, Cheryl, Gary Barlow, Tulisa, Kelly Rowland, Nicole Scherzinger, Mel B, Rita Ora, og Robbie Williams. Þeir keppendur sem komust upp úr áheyrnaprufunum fóru svo í miðstig keppninnar þar sem dómararnir tóku hver um sig hóp af keppendum til að leiðbeina og velja hver þeirra myndu halda áfram í beinar útsendingar. Í beinni útsendingu var það hlutverk áhorfenda að velja með símakosningu hvaða keppendur myndu halda áfram og sigra keppnina. Sigurvegari keppninnar hlaut upptökusamning við útgáfufyrirtækið Syco Music og peningagreiðslu sem fór þó að mestu í markaðssetningu og upptökukostnað.[2]

Þættirnir urðu vinsælir í bresku sjónvarpi og meðaláhorf á sjöundu þáttaröðina var yfir 14 milljónir.[3] Þetta leiddi til alþjóðlegs vörumerkis þar sem samnefndir þættir voru gerðir á heimsvísu, þar á meðal X-Factor á Íslandi. Margir af keppendum þáttarins gáfu í kjölfar þátttöku út smáskífur sem komust í fyrsta sæti á metsölulista í Bretlandi, þar á meðal JLS, Little Mix, One Direction og Ella Hendreson. Frá 2011 fóru áhorfstölur að lækka og Cowell ákvað að gera hlé á þáttunum árið 2019. Þann 28. júlí 2021 tilkynnti ITV að það væru engin áform um að halda áfram með þáttinn.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „The X Factor (British TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. janúar 2024.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Spencer, Niamh (23. ágúst 2015). „Simon Cowell has promoted Cheryl to executive producer role on X Factor“. Daily Mirror. Sótt 23. ágúst 2015.
  2. Sherwin, Adam (13. desember 2008). „Hallelujah: how Leonard Cohen became an X Factor winner without trying“. The Times.
  3. „The Ultimate Reference Guide to British Popular Culture“. Oxford Royale. 9. desember 2016.
  4. Justin Harp (28. júlí 2021). „Simon Cowell's The X Factor dropped after 17 years“. Digital Spy. Sótt 29. júlí 2021.