Zayn Malik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zayn Malik
Malik árið 2015
Fæddur
Zain Javadd Malik

12. janúar 1993 (1993-01-12) (31 árs)
Störf
  • Söngvari
Ár virkur2010–núverandi
MakiGigi Hadid (2015–2021)
Börn1
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Áður meðlimur íOne Direction
Vefsíðainzayn.com Breyta á Wikidata
Undirskrift

Zain Javadd Malik (f. 12. janúar 1993), betur þekktur sem Zayn, er enskur söngvari. Zayn byrjaði ferilinn sinn sem þátttakandi í sjónvarpsþáttunum The X Factor árið 2010. Eftir að hafa dottið úr keppni var hann fenginn til baka til að stofna hljómsveitina One Direction, sem síðar varð ein söluhæsta strákahljómsveit allra tíma. Hann yfirgaf hópinn í mars 2015 og skrifaði þar eftir undir upptökusamning hjá RCA Records.

Á fyrstu plötunni hans, Mind of Mine (2016), var farið í öðruvísi R&B. Af plötunni var gefið út lagið „Pillowtalk“ sem kom honum efst á vinsældalista í Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig nutu samvinnulögin hans, „I Don't Wanna Live Forever“ með Taylor Swift og „Dusk Till Dawn“ með Sia, mikilla vinsælda á heimsvísu. Hann gaf út aðra plötuna sína, Icarus Falls, árið 2018 og þá þriðju, Nobody Is Listening, árið 2021.

Zayn hefur hlotið ýmis verðlaun, þar með talið American Music Award og MTV Video Music Award. Hann er sá eini til að vinna Billboard Music Award í flokknum New Artist of the Year í tvö skipti, einu sinni sem meðlimur One Direction og aftur árið 2017 sem einsöngvari.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Mind of Mine (2016)
  • Icarus Falls (2018)
  • Nobody Is Listening (2021)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.