Xiamen
Xiamen er borg í Fujian-héraði á suðausturströnd Kína. Borgin liggur við Taívansund og eyjarnar Kinmen sem eru undir stjórn Taívan eru aðeins 4 km undan ströndinni. Íbúar borgarinnar eru um 3,5 milljónir en stórborgarsvæðið tengist Quanzhou í norðri og Zhangzhou í vestri og myndar þannig þéttbýli með yfir 5,3 milljónir íbúa.
Lýðfræði[breyta | breyta frumkóða]
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Xiamen 4.617.251 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 5.163.970.[1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Borgir Kína eftir fólksfjölda“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið , 15. ágúst 2022, sótt 16. ágúst 2022