Fara í innihald

Vonarskarð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vonarskarð er gróðurlaust skarð milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls. Vonarskarð er friðlýst sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem stofnaður var árið 2007. Vonarskarð er jarðhitasvæði.

Sagt er frá því í LandnámuBárður sonur Heyangurs-Bjarnar, sem land nam í Bárðardal fyrst, hafi flutt fénað sinn og fjárhluti yfir landið þvert suður í Fljótshverfi, og hafi farið skarð það, sem nefnt var Vonarskarð. Ekkert segir um hvar það er og enginn veit heldur nú hvar það skarð sem Bárður lagði leið um er staðsett. Þegar Pétur sonur Brynjólfs læknis Péturssonar á Brekku í rannsóknarför sinni 1794 varð þess áskynja að Tungnafellsjökull er fráskilinn Vatnajökli, var það ágiskun hans eða ályktun, að skarðið milli jöklanna væri Vonarskarð það, sem Bárður fór með fénáð sinn og fjárhlut. Síðan hefur þessi ágiskun um Vonarskarð veríð látin gilda sem sögulegur sannleikur.

Brotið í Landnámu er þannig:

Bárður, son Heyjangurs-Bjarnar, kom skipi sínu í Skjálfandafljótsós og nam Bárðardal allan upp frá Kálfborgará og Eyjardalsá og bjó að Lundarbrekku um hríð. Þá markaði hann að veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Hann sendi sonu sína suður um góu. Þá fundu þeir góubeytla og annan gróður. En annað vor eftir þá gerði Bárður kjálka hverju kvikindi því er gengt var og lét hvað draga sitt fóður og fjárhlut. Hann fór Vonarskarð, þar er heitir síðan Bárðargata. Hann nam síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.