Meðgönguljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Meðgönguljóð er ljóðabókasería gefin út af forlaginu Partusi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Bókaflokkurinn Meðgönguljóð var stofnaður af Kára Tulinius, Sveinbjörgu Bjarnadóttur og Valgerði Þóroddsdóttur árið 2011 og upprunalega gefin út undir merkjum forlagsins Stellu.[1] Árið 2013, eftir þrjár bækur, skildu Meðgönguljóð formlega við Stellu og störfuðu um tíð sem sjálfstætt forlag í umsjón Valgerðar Þóroddsdóttur og Kára Tulinius.[2]

Í byrjun árs 2015 var tilkynnt að serían Meðgönguljóð yrði gefin út undir merkjum forlagsins Partusar, sem hafði þá verið stofnað af Valgerði Þóroddsdóttur[3]. Kári Tulinius og Kristín Svava Tómasdóttir hafa sinnt yfirritstjórn seríunnar frá árinu 2015, en árið 2016 bættist Þórður Sævar Jónsson við í hóp yfirritstjóra.

Útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Nafn bókaflokksins er sagt koma úr kaffiheiminum, þar sem „take away cup“ er þýtt sem „meðgöngubolli“.[4]

Frá árinu 2012 hafa komið út 21 bækur í seríunni.

Höfundur Bók Ritstjóri Ár
Kári Tulinius / Valgerður Þóroddsdóttir Þungir forsetar 2012
Ásta Fanney Sigurðardóttir Herra Hjúkket Valgerður Þóroddsdóttir 2012
Arngunnur Árnadóttir Unglingar Kári Tulinius 2013
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir Stofumyrkur Valgerður Þóroddsdóttir 2013
Björk Þorgrímsdóttir Neindarkennd Kári Tulinius 2014
Emil Hjörvar Petersen Ætar kökuskreytingar Kristín Svava Tómasdóttir 2014
Bergþóra Einarsdóttir Sjósuða Arngunnur Árnadóttir 2014
Kristófer Páll Viðarsson Feigðarórar Hannes Óli Ágústsson 2014
Krista Alexandersdóttir Að eilífu, áheyrandi Hermann Stefánsson 2015
Þórður Sævar Jónsson Blágil Kári Tulinius 2015
Soffía Bjarnadóttir Beinhvít skurn Anton Helgi Jónsson 2015
Kári Tulinius Brot hætt frum eind Anton Helgi Jónsson 2015
Valgerður Þóroddsdóttir Það sem áður var skógur Sjón 2015
Elías Knörr Greitt í liljum Kári Tulinius 2016
Sigurbjörg Friðriksdóttir Gáttatif Jón Kalman Stefánsson 2016
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason Draumar á þvottasnúru Haukur Ingvarsson 2016
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir Skýjafar Sigurlín Bjarney Gísladóttir 2016
Bergur Ebbi Benediktsson Vertu heima á þriðjudag Halldóra K. Thoroddsen 2016
Elín Edda Þorsteinsdóttir Hamingjan leit við og beit mig Linda Vilhjálmsdóttir 2016
Elfur Sunna Baldursdóttir Gárur Kristín Ómarsdóttir 2017
Solveig Thoroddsen Bleikrými Kristín Svava Tómasdóttir 2017

Samstarf[breyta | breyta frumkóða]

Í október 2013 gáfu Meðgönguljóð út kvæðasafnið Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.[5] Bókin var í brennidepli á Lestrarhátíð í Reykjavík 2013 og inniheldur 27 ljóð um Reykjavík eftir jafnmörg borgarskáld.[6] [7] Í júlí 2014 stóðu Meðgönguljóð fyrir ljóðahátíðinni Konur á ystu nöf í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og gáfu út samnefnt safnrit með ljóðum eftir öll skáldin sem fram komu á hátíðinni, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. [8][9][10]

Umfjöllun[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Meðgönguljóð fæðast“, Fréttablaðið.
  2. Jórunn Sigurðardóttir. „Neindarkennd, ný ljóðabók“, Orð um bækur.
  3. Jórunn Sigurðardóttir. „Jaðarforlag vex úr grasi“, Orð um bækur.
  4. http://bokmenntaborgin.is/vidburdir/4196/[óvirkur hlekkur]
  5. Björg Magnúsdóttir. „Ljóð eru nauðsynleg í samfélaginu“, RÚV fréttir.
  6. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. „Setning Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg“.
  7. Ljóðin taka af stað frá Hlemmi“, mbl.is.
  8. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Valgerður Þóroddsdóttir í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2
  9. http://www.medgonguljod.com/baekur/konur-a-ystu-nof/[óvirkur hlekkur]
  10. http://www.dv.is/menning/2015/1/8/menningararid-2014-jorunn-sigurdardottir/[óvirkur hlekkur]
  Þessi dægurmenningagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.