Meðgönguljóð
Meðgönguljóð er ljóðabókasería gefin út af forlaginu Partusi.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Bókaflokkurinn Meðgönguljóð var stofnaður af Kára Tulinius, Sveinbjörgu Bjarnadóttur og Valgerði Þóroddsdóttur árið 2011 og upprunalega gefin út undir merkjum forlagsins Stellu.[1] Árið 2013, eftir þrjár bækur, skildu Meðgönguljóð formlega við Stellu og störfuðu um tíð sem sjálfstætt forlag í umsjón Valgerðar Þóroddsdóttur og Kára Tulinius.[2]
Í byrjun árs 2015 var tilkynnt að serían Meðgönguljóð yrði gefin út undir merkjum forlagsins Partusar, sem hafði þá verið stofnað af Valgerði Þóroddsdóttur[3]. Kári Tulinius og Kristín Svava Tómasdóttir hafa sinnt yfirritstjórn seríunnar frá árinu 2015, en árið 2016 bættist Þórður Sævar Jónsson við í hóp yfirritstjóra.
Útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Nafn bókaflokksins er sagt koma úr kaffiheiminum, þar sem „take away cup“ er þýtt sem „meðgöngubolli“.[4]
Frá árinu 2012 hafa komið út 21 bækur í seríunni.
Höfundur | Bók | Ritstjóri | Ár |
---|---|---|---|
Kári Tulinius / Valgerður Þóroddsdóttir | Þungir forsetar | 2012 | |
Ásta Fanney Sigurðardóttir | Herra Hjúkket | Valgerður Þóroddsdóttir | 2012 |
Arngunnur Árnadóttir | Unglingar | Kári Tulinius | 2013 |
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir | Stofumyrkur | Valgerður Þóroddsdóttir | 2013 |
Björk Þorgrímsdóttir | Neindarkennd | Kári Tulinius | 2014 |
Emil Hjörvar Petersen | Ætar kökuskreytingar | Kristín Svava Tómasdóttir | 2014 |
Bergþóra Einarsdóttir | Sjósuða | Arngunnur Árnadóttir | 2014 |
Kristófer Páll Viðarsson | Feigðarórar | Hannes Óli Ágústsson | 2014 |
Krista Alexandersdóttir | Að eilífu, áheyrandi | Hermann Stefánsson | 2015 |
Þórður Sævar Jónsson | Blágil | Kári Tulinius | 2015 |
Soffía Bjarnadóttir | Beinhvít skurn | Anton Helgi Jónsson | 2015 |
Kári Tulinius | Brot hætt frum eind | Anton Helgi Jónsson | 2015 |
Valgerður Þóroddsdóttir | Það sem áður var skógur | Sjón | 2015 |
Elías Knörr | Greitt í liljum | Kári Tulinius | 2016 |
Sigurbjörg Friðriksdóttir | Gáttatif | Jón Kalman Stefánsson | 2016 |
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason | Draumar á þvottasnúru | Haukur Ingvarsson | 2016 |
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir | Skýjafar | Sigurlín Bjarney Gísladóttir | 2016 |
Bergur Ebbi Benediktsson | Vertu heima á þriðjudag | Halldóra K. Thoroddsen | 2016 |
Elín Edda Þorsteinsdóttir | Hamingjan leit við og beit mig | Linda Vilhjálmsdóttir | 2016 |
Elfur Sunna Baldursdóttir | Gárur | Kristín Ómarsdóttir | 2017 |
Solveig Thoroddsen | Bleikrými | Kristín Svava Tómasdóttir | 2017 |
Samstarf
[breyta | breyta frumkóða]Í október 2013 gáfu Meðgönguljóð út kvæðasafnið Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.[5] Bókin var í brennidepli á Lestrarhátíð í Reykjavík 2013 og inniheldur 27 ljóð um Reykjavík eftir jafnmörg borgarskáld.[6] [7] Í júlí 2014 stóðu Meðgönguljóð fyrir ljóðahátíðinni Konur á ystu nöf í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og gáfu út samnefnt safnrit með ljóðum eftir öll skáldin sem fram komu á hátíðinni, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. [8][9][10]
Umfjöllun
[breyta | breyta frumkóða]- Arngunnur Árnadóttir í viðtali við Víðsjá Geymt 23 september 2013 í Wayback Machine (Rás 1)
- Bergrún Anna Hallsteinsdóttir í viðtali (Fréttablaðið)
- Bergrún Anna Hallsteinsdóttir í viðtali við Orð*um bækur[óvirkur tengill] (Rás 1)
- Bergþóra Einarsdóttir í viðtali við Orð*um bækur (Rás 1)
- Björk Þorgrímsdóttir í viðtali við Orð*um bækur Geymt 7 mars 2014 í Wayback Machine (Rás 1)
- Björk Þorgrímsdóttir í viðtali (Fréttablaðið)
- Ingi Björn Guðnason bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um þrjár bækur í seríu Meðgönguljóða Geymt 23 september 2013 í Wayback Machine
- Valgerður Þóroddsdóttir í viðtali (Fréttablaðið)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Meðgönguljóð fæðast“, Fréttablaðið.
- ↑ Jórunn Sigurðardóttir. „Neindarkennd, ný ljóðabók“, Orð um bækur.
- ↑ Jórunn Sigurðardóttir. „Jaðarforlag vex úr grasi“, Orð um bækur.
- ↑ http://bokmenntaborgin.is/vidburdir/4196/[óvirkur tengill]
- ↑ Björg Magnúsdóttir. „Ljóð eru nauðsynleg í samfélaginu“, RÚV fréttir.
- ↑ Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. „Setning Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg“.
- ↑ „Ljóðin taka af stað frá Hlemmi“, mbl.is.
- ↑ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir og Valgerður Þóroddsdóttir í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2
- ↑ http://www.medgonguljod.com/baekur/konur-a-ystu-nof/[óvirkur tengill]
- ↑ http://www.dv.is/menning/2015/1/8/menningararid-2014-jorunn-sigurdardottir/[óvirkur tengill]