Fara í innihald

Maybe I should have

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Maybe I should have
Maybe I should have
LeikstjóriGunnar Sigurðsson
FramleiðandiLilja Skaftadóttir
Argout film
TungumálÍslenska
Enska

Maybe I should have er íslensk heimildarmynd eftir Gunnar Sigurðsson sem fjallar um orsakir og afleiðingar bankahrunsins á Íslandi árið 2008.

Mörg málefni eru til umfjöllunar í myndinni m.a. fjármálastarfssemi, spilling, vinaráðningar,frændhygli,einkavæðing bankanna,skattaskjól, tengsl á milli stjórnmála og viðskiptalífs,Búsáhaldabyltingin, Borgarahreyfingin og viðbrögð íslenskra stjórnvalda við aðvörunum í aðdraganda hrunsins.

Í myndinni er talað við fjölmarga aðila m.a. Egil Helgason, Björgólf Thor Björgólfsson, William K. Black, Robert Wade, starfsfólk Transparency International, Evu Joly og Jón Baldvin Hannibalsson. Kvikmyndagerðamennirnir ferðast einnig víða til þess að leita að svörum við spurningum sínum eins og til Lundúna, Guernsey, Lúxemborgar og til Road Town á Bresku Jómfrúaeyjum.

Um tónlist sjá m.a. Fjallabræður, Magnús Þór Sigmundsson, Hjálmar og KK.

Myndin hefur almennt hlotið jákvæða gagnrýni á Íslandi[1][2][3].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Glæpir borga sig?“. Sótt 11. febrúar 2010.
  2. „Bryndís Schram skrifar um Maybe I Should Have: Nýju fötinkeisarans í nýjum búningi“. Sótt 11. febrúar 2010.
  3. „Maybe I should have: Upphaf nýrrar byltingar?“. Sótt 11. febrúar 2010.