Fara í innihald

Frændhygli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frændhygli[1] (einnig frænddrægni[2][3] eða frændahygling[3]) kallast það að sýna vinum eða fjölskyldumeðlimum hlutdrægni eða hygla þeim vegna fjölskyldutengsla við viðkomandi frekar en út af hæfileikum eða hæfni. Dæmi um frændhygli er t.d. það að bjóða ættingja starf þegar aðrir hæfari umsækjendur hafa einnig sótt um.

Árni M. Mathiesen var sakaður um að ganga erinda frændhygli Davíðs Oddssonar árið 2007 þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs í stöðu héraðsdómara, en umsækjendur sem metnir voru hæfari en Þorsteinn gerðu síðar athugasemdir við ráðningu hans. [4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1995
  2. Orðið „frænddrægni“ í orðabanka íslenskrar málstöðvar
  3. 3,0 3,1 Orðið „nepotism“ í ensk-íslensku orðabókinni á [[snara.is|http://snöru.is/[óvirkur tengill]]]
  4. „Dómur almennings að engu hafður; grein af DV.is“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. desember 2008. Sótt 27. apríl 2009.