1568
Útlit
(Endurbeint frá MDLXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1568 (MDLXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Ormur Sturluson varð lögmaður norðan og vestan öðru sinni.
- Guðbrandur Þorláksson, síðar biskup, fór á fund konungs með kröfu afkomenda Jóns Sigmundssonar lögmanns um að fá eignir hans afhentar aftur.
Fædd
- Arngrímur Jónsson lærði (d. 1648).
- (líklega) - Guðmundur Einarsson, prestur á Staðarstað (d. 1647).
Dáin
- Hálfdan Narfason, prestur á Felli í Sléttuhlíð.
- Alexíus Pálsson, síðasti ábóti í Viðeyjarklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 13. maí - Orrustan við Langside. Lið Maríu Skotadrottningar beið lægri hlut fyrir sveitum skoskra mótmælenda sem stýrt var af James Stewart, jarli af Moray, hálfbróður drottningar. María flúði til Englands þar sem Elísabet 1. lét handtaka hana 19. maí.
- 23. mars - Vopnahlé gert í Frönsku trúarbragðastyrjöldunum. Karl 9. Frakkakonungur og Katrín af Medici veittu húgenottum umtalsverð réttindi.
- 18. ágúst - Þriðja lota Frönsku trúarbragðastyrjaldanna hófst þegar kaþólikkar reyndu að handsama leiðtoga húgenotta, Condé og Coligny.
- 29. september - Eiríkur 14. Svíakonungur var settur af og Jóhann 3., hálfbróðir hans, varð konungur.
- 5. október - Vilhjálmur þögli ræðst inn í suðausturhluta Hollands.
- Áttatíu ára stríðið svokallaða hófst.
- Spænskur leiðangur undir stjórn Álvaro de Mendaña de Neira fann Salómonseyjar.
Fædd
- Úrbanus 8. (skírður 5. apríl) páfi (d. 1644).
- Tommaso Campanella, ítalskt skáld (d. 1639).
Dáin
- 13. maí - Soffía af Pommern, Danadrottning, kona Friðriks 1. (f. 1498).
- 24. júlí - Karl prins af Astúríu, krónprins Spánar (f. 1545).
- 22. september - Jöran Persson, sænskur stjórmálamaður, helsti ráðgjafi Eiríks 14., tekinn af lífi (f. um 1530).
- 3. október - Elísabet af Valois, drottning Spánar, þriðja kona Filippusar 2. (f. 1545).
- Margrét af Parma, ríkisstjóri Niðurlanda (f. 1522).