Fell í Sléttuhlíð
Útlit
66°1′57.544″N 19°21′59.360″V / 66.03265111°N 19.36648889°V
Fell er bær og kirkjustaður í Sléttuhlíð í Skagafirði. Þar var áður prestssetur en það var lagt niður 1891. Núverandi kirkja í Felli var reist 1881-1882.[1]
Þekktastur presta í Felli er Hálfdan Narfason, sem sagður var rammgöldróttur.[1] Hann dó í Felli 1568 og hafði þá verið mjög lengi prestur þar. Seinna voru feðgarnir Erlendur Guðmundsson (d. 1641) og Guðmundur Erlendsson (um 1595–1670) prestar í Felli samfleytt í rúm 80 ár, frá 1585-1668. Mjög mikið er varðveitt af kvæðum eftir Guðmund, bæði sálmar og annar andlegur kveðskapur, söguleg kvæði, erfiljóð og fleira.[2]
Ólafur Davíðsson þjóðsagnasafnari fæddist í Felli 1863.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Fellskirkja“. web.archive.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júní 2021. Sótt 4. september 2024.
- ↑ Parsons, Katelin Marit (2020-11). Songs for the End of the World: The Poetry of Guðmundur Erlendsson of Fell in Sléttuhlíð (enska). University of Iceland, School of Humanities, Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies. ISBN 978-9935-9563-1-6.
- ↑ „Þjóðsagnafræðingurinn Ólafur Davíðsson“. Árnastofnun. 9. febrúar 2021. Sótt 4. september 2024.