1789
Útlit
(Endurbeint frá MDCCLXXXIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1789 (MDCCLXXXIX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 8. júní - Jarðskjálfti á Suðurlandi. Skjálftahrinan stóð í viku.
- 23. júlí - Hannes Finnsson varð einn biskup í Skálholti þegar faðir hans lést.
- 14. ágúst - Danakonungur gaf út tilskipun um að eftirleiðis skyldu íslenskir biskupar vígðir á Íslandi og var það gert í sparnaðarskyni.
- Sigurður Stefánsson varð síðasti biskup á Hólum.
- John Thomas Stanley ferðaðist um Ísland.
- Síðasta aftaka í Skagafirði fór fram á Víðivöllum í Blönduhlíð.
- Magnús Stephensen varð lögmaður norðan lands og vestan.
Fædd
Dáin
- 16. janúar - Egill Þórhallason, trúboðsprestur á Grænlandi (f. 1734).
- 10. mars - Jón Skúlason varalandfógeti, sonur Skúla Magnússonar landfógeta (f. 1736).
- 23. júlí - Finnur Jónsson, biskup í Skálholti (f. 1704).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 7. janúar - Fyrstu forsetakosningum í Bandaríkjunum lauk en þær höfðu staðið yfir frá 15. desember 1788. George Washington var í raun einn í framboði.
- Febrúar - Gústaf 3. svíakonungur tók sér alræði og lagði niður sænska þingið sem hafði starfað í 70 ár.
- 4. mars - Stjórnarskrá Bandaríkjanna tók formlega gildi.
- 28. apríl - Skipverjar á HMS Bounty gerðu uppreisn gegn yfirmönnum sínum.
- 30. apríl - George Washington var settur í embætti forseta Bandaríkjanna.
- 5. maí - Stéttaþing kom saman í Frakklandi í fyrsta skipti í 175 ár.
- 14. júlí - Franska byltingin hófst með árásinni á Bastilluna.
- 24. ágúst - Svíar börðust við Rússa í fyrstu sjóorrustunni við Svensksund (Kotka).
- 2. september og 26. september - Alexander Hamilton var skipaður fyrsti fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Thomas Jefferson var skipaður varnarmálaráðherra og fyrsti bandaríski herinn var stofnaður.
- 5. október - 7000 konur gengu frá París til Versala, 19 kílómetra leið, til að krefjast aðgerða vegna hækkandi brauðverðs.
- 27. október - Brabant-byltingin: Byltingarmenn sigruðu austurríska herinn í Austurrísku-Niðurlöndum.
- 21. nóvember - Norður-Karólína varð 12. fylki Bandaríkjanna.
- Martin Heinrich Klaproth, þýskur efnafræðingur, uppgötvaði úraníum.
- 11. desember - Norður-Karólínuháskóli í Chapel Hill var stofnaður.
- Reiðhjól með fótstigum var búið til í Frakklandi.
Fædd
- 16. mars - Georg Simon Ohm, þýskur eðlisfræðingur (d. 1854).
- 21. ágúst - Augustin Louis Cauchy, franskur stærðfræðingur (d. 1857).
- 15. september - James Fenimore Cooper, bandarískur rithöfundur (d. 1851).
Dáin
- 25. maí - Anders Dahl, sænskur grasafræðingur (f. 1751).
- 6. júní - Poul Egede, norsk-danskur trúboði og málvísindamaður (f. 1708).