Of Monsters and Men

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Of monsters and men
Of Monsters And Men.jpg
Of Monsters and Men að spila í New York City 5.April 2012
Bakgrunnur
Fæðingarnafn Óþekkt
Önnur nöfn Songbird[1]
Fædd(ur) Óþekkt
Dáin(n) Óþekkt
Uppruni Keflavík, Ísland
Hljóðfæri Óþekkt
Tegund Óþekkt
Raddsvið Óþekkt
Tónlistarstefnur Þjóðlagapopp
Titill Óþekkt
Ár 2010-
Útgefandi Record Records, Universal
Samvinna Óþekkt
Vefsíða Óþekkt
Meðlimir
Núverandi Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
Ragnar þórhallsson
Brynjar Leifsson
Arnar Rósenkranz Hilmarsson
Kristján Páll Kristjánsson
Árni Guðjónsson
Fyrri Óþekkt
Undirskrift

Of Monsters and Men er íslensk hljómsveit sem spilar þjóðlagapopp. Árið 2010 vann bandið Músíktilraunir, sem er árleg keppni hljómsveita á Íslandi.

Meðlimir hljómsveitarinnar, sem koma úr Keflavík og Garðabæ, eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir (söngur/gítar), Ragnar „Raggi“ Þórhallsson (söngur/gítar), Brynjar Leifsson (gítar), Arnar Rósenkranz Hilmarsson (trommur), Árni Guðjónsson (píanó/harmonika), Páll Kristjánsson (bassi).

Hljómsveitin byrjaði 13. mars 2012 í Norður-Ameríku túr og var uppselt á alla 20 tónleika þeirra þar. Hljómsveitin tók stutt stopp í apríl en byrjaði aftur að túra 23. apríl í Evrópu og fara svo aftur til Bandaríkjanna 5. maí þar sem hljómsveitin er með bókanir um sumarið.

Saga hljómsveitarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin var byggð upp úr mismunandi sóló verkefnum, upphafið var þegar Nanna Bryndís ákvað að bæta við sitt sóló verkefni Songbird. Hljómsveitin spilaði á Músíktilraunum með fjóra meðlimi, Nönnu Bryndísi, Ragga, Brynjari og Arnari. Eftir Músíktilraunir bættu þau við Árna og Kristjáni og byrjuðu að spila á tónleikum og vinna að nýjum lögum. Að spila á Iceland Airwaves var hluti af verðlaunum frá Músíktilraunum og það var þar sem bandaríska útvarpsstöðin frá Seattle KEXP tók upp lagið Little Talks frá stofutónleikum Of Monsters and Men.

My Head Is An Animal[breyta | breyta frumkóða]

My Head Is An Animal er fyrsta plata bandsins og kom út í september 2011 á Íslandi undir plötufyrirtækinu Record Records og í apríl 2012 í Bandaríkjunum undir Universal. Platan hefur farið í gullsölu[2] á Íslandi og fékk hljómsveitin gullplöturnar afhentar um jólin 2011 frá Record Records. Platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu í Bandaríkjunum.[3] Engin íslensk hljómsveit hefur náð svona hátt áður[4] en sala á iTunes telur mikið.

Lagalisti My Head Is An Animal[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska útgáfan[breyta | breyta frumkóða]

Öll lög samin af Of Monsters and Men

 1. „Dirty Paws“ (4:38)
 2. „King and Lionheart“ (4:33)
 3. „Numb Bears“ (2:48)
 4. „Sloom“ (4:43)
 5. „Little Talks“ (4:26)
 6. „From Finner“ (3:43)
 7. „Six Weeks“ (5:34)
 8. „Love Love Love“ (3:58)
 9. „Your Bones“ (4:09)
 10. „Lakehouse“ (4:35)
 11. „Yellow Light“ (4:52)

Bandaríska útgáfan[breyta | breyta frumkóða]

Öll lög samin af Of Monsters and Men

 1. „Dirty Paws“ (4:38)
 2. „King and Lionheart“ (4:33)
 3. „Mountain Sound“ (3:35)
 4. „Slow and Steady“ (5:01)
 5. „From Finner“ (3:43)
 6. „Little Talks“ (4:26)
 7. „Six Weeks“ (5:34)
 8. „Love Love Love“ (3:58)
 9. „Your Bones“ (4:09)
 10. „Sloom“ (4:43)
 11. „Lakehouse“ (4:35)
 12. „Yellow Light“ (4:52)

Aukalög á iTunes[breyta | breyta frumkóða]

13. „Numb Bears“ (2:44)
14. „Little Talks (Music video)“ (4:11)

Into the Woods (2011)[breyta | breyta frumkóða]

Þann 20. desember 2011 gaf bandið út smáskífuna Into The Woods[5] sem innihélt fjögur ný lög með sveitinni. Þessi lög enduðuð svo á bandarísku útgáfu My Head Is An Animal. Tímaritið Rolling Stone[6] hafði orð á því eftir útgáfu plötunnar að Of monsters and men væri hið nýja Arcade Fire og Mumford & Sons Íslands. Into the Woods hefur selst í yfir 50.000 eintökum síðan hún kom út í desember í Bandaríkjunum. [7]

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Little Talks“ (4:27)
 2. „Six Weeks“ (5:34)
 3. „Love Love Love“ (4:00)
 4. „From Finner“ (3:44)

Little Talks — Myndband[breyta | breyta frumkóða]

Bandið gaf út myndband við lagið Little Talks[8] snemma árs 2012 og var myndbandinu stýrt af Mihai Wilson. Nanna Bryndís segir um lagið að það sé ástríkt samtal á milli tveggja einstaklinga, sem þó virðast ekki ná að tala saman almennilega. Það má hugsa sér gamalt hús með sál. Fólkið hafði lifað lífinu sínu þar saman en konan er ný fallin frá. Lagið er samtal en það má segja að önnur persónan sé ekki að heyra í hinni. Myndbandið er í takt við þetta, það er dularfullt og tekur mann inn í skemmtilegt undraland og mynnir allra mest á stuttmynd og mynnir áhorfendan á það að það á alltaf að skilja eftir smá pláss fyrir ímyndunaraflið.

Beneath the Skin[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist