Fara í innihald

Of Monsters and Men

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Of Monsters and Men
Of Monsters and Men árið 2015
Of Monsters and Men árið 2015
Upplýsingar
UppruniGarðabær og Keflavík, Ísland
Ár2010–í dag
StefnurÞjóðlagapopp
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
  • Nanna Bryndís Hilmarsdóttir
  • Ragnar Þórhallsson
  • Brynjar Leifsson
  • Kristján Páll Kristjánsson
  • Arnar Rósenkranz Hilmarsson
Fyrri meðlimir
  • Árni Guðjónsson
Vefsíðaofmonstersandmen.com

Of Monsters and Men er íslensk hljómsveit sem spilar þjóðlagapopp. Árið 2010 vann hún Músíktilraunir sem er árleg keppni hljómsveita á Íslandi.

Meðlimir hljómsveitarinnar, sem koma úr Keflavík og Garðabæ, eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir (söngur/gítar), Ragnar „Raggi“ Þórhallsson (söngur/gítar), Brynjar Leifsson (gítar), Arnar Rósenkranz Hilmarsson (trommur), Páll Kristjánsson (bassi).

Saga hljómsveitarinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin var byggð upp úr mismunandi sólóverkefnum. Upphafið var þegar Nanna Bryndís ákvað að bæta við sitt sólóverkefni Songbird. Hljómsveitin spilaði á Músíktilraunum með fjóra meðlimi, Nönnu Bryndísi, Ragga, Brynjari og Arnari. Eftir Músíktilraunir bættu þau við Árna og Kristjáni og byrjuðu að spila á tónleikum og vinna að nýjum lögum. Tónleikar á Iceland Airwaves var hluti af verðlaunum frá Músíktilraunum og það var þar sem bandaríska útvarpsstöðin frá Seattle KEXP tók upp lagið „Little Talks“ frá stofutónleikum Of Monsters and Men. Hljómsveitin fór á í Norður-Ameríku túr fyrst árið 2012 og var uppselt á alla 20 tónleika þeirra þar.

2011–2013: My Head Is an Animal og Into the Woods

[breyta | breyta frumkóða]
Of Monsters and Men að spila í New York 5. apríl 2012

My Head Is an Animal er fyrsta plata bandsins og kom út í september 2011 á Íslandi undir plötufyrirtækinu Record Records og í apríl 2012 í Bandaríkjunum undir Universal Republic. Platan hefur farið í gullsölu á Íslandi og fékk hljómsveitin gullplöturnar afhentar um jólin 2011 frá Record Records.[2] Platan fór beint í sjötta sæti bandaríska Billboard 200-listans og seldi hljómsveitin 55 þúsund eintök í fyrstu viku í sölu í Bandaríkjunum.[3] Engin íslensk hljómsveit hafði náð svona hátt áður en sala á iTunes taldi mikið.[4]

Þann 20. desember 2011 gaf bandið út stuttskífuna Into The Woods sem innihélt fjögur ný lög með sveitinni.[5] Þessi lög enduðuð svo á bandarísku útgáfu My Head Is an Animal. Tímaritið Rolling Stone hafði orð á því eftir útgáfu plötunnar að Of Monsters and Men væri hið nýja Arcade Fire og Mumford & Sons Íslands.[6]

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Republic Records“. Republic Records. Afrit af uppruna á 21. desember 2012. Sótt 24. júní 2013.
  2. „Of Monsters and Men fékk gullplötu“. Vísir. 16. desember 2011.
  3. „Of Monsters and Men selur 55 þúsund plötur á viku“. Vísir. 11. apríl 2012.
  4. „Of Monsters and Men í sjötta sæti á Billboard“. Vísir. 12. apríl 2012.
  5. Poladian, Charles (9. desember 2011). „Of Monsters and Men Go Into The Woods With a New EP“. popstasche.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016.
  6. „Of Monsters and Men – Into the Woods (2011)“. exystence.net. 16. janúar 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. maí 2012.