Latínsegl
Útlit
Latínsegl, latínarsegl eða latneskt segl (úr ítölsku: a la trina „þríhyrnt“) er þríhyrnt rásegl sem er strengt neðan á langa rá sem hangir skáhallt á mastrinu. Þessi tegund segla kom fram á sjónarsviðið í Miðjarðarhafinu í fornöld en varð síðar algengust á skipum Araba á Miðjarðarhafi og Indlandshafi þar sem hún er einkennandi fyrir dá og felúkkur. Ein algeng tegund kæna, Sunfish, er með latínsegl.
Heimildir og ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Latneskt segl.
- I. C. Campbell, "The Lateen Sail in World History" Geymt 4 ágúst 2016 í Wayback Machine, Journal of World History, 6.1 (1995), 1–23