Fara í innihald

Landnám Ameríku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýlenduveldin í Ameríku um 1750:

██ Spænsk yfirráðasvæði

██ Svæði sem Spánn krafðist

██ Portúgölsk yfirráðasvæði

██ Frönsk yfirráðasvæði

██ Svæði sem Frakkland krafðist

██ Ensk yfirráðasvæði

██ Rússnesk yfirráðasvæði

Landnám Ameríku er hugtak sem nær fyrst og fremst yfir skipulegt landnám Evrópubúa í Ameríku eftir ferð Kólumbusar þangað 1492. Hins vegar er ljóst að fyrstu landnemarnir í Ameríku voru Indíánar sem komu þangað, líklega yfir landbrú þar sem nú er Beringssund, fyrir um 16.000 árum, breiddust út um álfuna og þróuðu innbyrðis ólíka menningu og tungumál. Ferðir Kólumbusar voru auk þess ekki fyrstu ferðir Evrópubúa til Nýja heimsins. Elstu skjalfestu ferðir þangað eru ferðir norrænna manna þangað um árið 1000 frá Grænlandi og tilraun þeirra til landnáms sem mistókst. Svæðið sem þeir reyndu landnám á kölluðu þeir Vínland.

Skipulegt landnám Evrópubúa í stórum stíl hófst þó ekki fyrr en með ferðum Kólumbusar og fyrstu nýlenduveldin sem eignuðu sér hluta álfunnar voru Spánverjar og Portúgalir sem lögðu hratt undir sig stærsta hluta Suður- og Mið-Ameríku. Siglingaþjóðir eins og Englendingar, Frakkar og Hollendingar fylgdu í kjölfarið og lögðu undir sig eyjar í Karíbahafi sem kallaðar voru Vestur-Indíur, og síðar hluta Norður-Ameríku: Nýja England, Louisiana og Nýja Holland.

Fyrstu tilraunir til landnáms voru skipulagðir leiðangrar landkönnuða sem viðkomandi ríki gerðu út af örkinni og takmörkuðust yfirleitt við að ná valdi á tilteknu svæði, t.d. með því að reisa þar virki, en síðar hófust fólksflutningar til nýlendnanna frá Evrópu sem stöfuðu að mestu af skorti á jarðnæði, fátækt og trúarofsóknum heima fyrir. Þessir fólksflutningar stóðu langt fram á 20. öld.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.