Nýlendustefna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nýlenduveldi)
Safaríhjálmar eins og þessi urðu táknmynd nýlendustefnunnar.

Nýlendustefna er sú stefna eins ríkis að leggja önnur ríki og ríkislaus landsvæði undir sig, koma þar á stjórnarfarslegum og menningarlegum yfirráðum með nýlendustjórn og byggja þau landnemum. Nýlenduveldið stjórnar nýlendunni með þeim hætti að nýta auðlindir hennar í eigin þágu, þar á meðal vinnu íbúa nýlendunnar, og sem markað fyrir sína eigin umframframleiðslu. Oft reynir nýlendustjórn einnig að koma á menningarlegum breytingum, t.d. hvað varðar tungumál, sbr. menningarleg heimsvaldastefna. Orðið heimsvaldastefna er notað um nýlendustefnu sem sækist eftir því að gera nýlenduveldið að heimsveldi.

Tengt er þetta efni um þetta[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]