Pistoia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Dómkirkjan í Pistoia

Pistoia er borg við rætur Appennínafjalla nyrst í Toskana. Íbúar eru um 90 þúsund. Borgin er höfuðstaður samnefndrar sýslu. Borgin var upphaflega rómverskar herbúðir í baráttu þeirra gegn Lígúrum. Borgin var eyðilögð af Austurgotum árið 406 og varð hluti af veldi Býsans á Ítalíu eftir endurbyggingu hennar. Árið 1105 varð hún sjálfstætt borgríki. Borgin varð illa úti í borgarastyrjöldum gvelfa og gíbellína en tókst að halda sjálfstæði með því að leggja lag sitt til skiptis við Lucca og Flórens. 1402 lenti borgin þó að lokum undir yfirráðum Flórens og varð svo hluti af stórhertogadæminu Toskana.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.