Fara í innihald

Kjölur (skip)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kjölur (báti))
Seglskúta með kjölinn niður úr skrokknum.

Kjölur skips er neðsti hluti skrokksins, sem teygir sig stafna á milli og myndar þannig „hryggjarsúlu“ skipsins. Kjölurinn gefur skipinu „kjölfestu“, þ.e. eykur stöðugleika þess og kemur í veg fyrir að það rási til hliðanna. Þegar hefðbundin tréskip eru smíðuð er kjöltréð fyrsti hlutinn sem lagður er í mótið og hinir hlutar skipsins smíðaðir utanum það. Talað er um að leggja kjöl að skipi og markar sú athöfn oft formlegt upphaf skipasmíðinnar. Ýmis konar hjátrú er tengd kjöltrjám.

Djúpristur kjölur á nútímaseglskútum er hins vegar eins og uggi sem kemur niður úr skipinu og hefur þann tilgang að breyta hliðarátaki vinds í seglin í framhreyfingu. Annar tilgangur kjalarins er að verka sem ballest á móti hliðarátaki vindsins og koma í veg fyrir að báturinn fari á hliðina.

Sumir farkostir, t.d. flatbytnur og svifnökkvar hafa ekki kjöl geta því siglt á grynnra vatni en kjölskip á kostnað kjölfestu.

Kjöltegundir

[breyta | breyta frumkóða]