Fara í innihald

Kjölfesta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ballest)
Kjölfestutankur

Kjölfesta eða ballest er notuð í skipum til að skapa mótvægi við hliðarátakið sem kemur á skipsskrokkinn. Ef ónóg kjölfesta er í skipinu hættir því til að halla svo hætta er á að því hvolfi. Kjölfestan er yfirleitt úr ódýrum efnum, steinum, múrsteinum eða stálblokkum, sem eru fjarlægð þegar skipið er fermt. Í nútímaflutningaskipum eru kjölfestutankar fylltir með vatni til að skapa kjölfestu.