„Múhameð Resa Pahlavi“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8: Lína 8:
{{stubbur}}
{{stubbur}}


{{Kaldstríð tölur}}
{{DEFAULTSORT:Pahlavi, Mohammad Reza}}
{{DEFAULTSORT:Pahlavi, Mohammad Reza}}
[[Flokkur:Íranskeisarar]]
[[Flokkur:Íranskeisarar]]

Útgáfa síðunnar 27. maí 2018 kl. 15:13

Mohammad Reza Pahlavi

Mohammad Reza Pahlavi (persneska: محمد رضا شاه پهلوی‎‎ Mohammad Rezâ Šâhe Pahlavi; 26. október 191927. júlí 1980) var Íranskeisari frá 16. september 1941 þar til honum var steypt af stóli í írönsku byltingunni 11. febrúar 1979. Hann tók sér titilinn Shāhanshāh („konungur konunganna“ eða keisari) 26. október 1967. Hann var annar og síðasti keisarinn af Pahlavi-ætt.

Þegar Mohammad Mosaddegh sem var forsætisráðherra frá 1951 hugðist þjóðnýta olíuframleiðslu landsins framdi Pahlavi valdarán eftir þrýsting frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Við það fékk hann meiri bein völd og erlend olíufyrirtæki tóku aftur yfir olíuiðnaðinn í Íran. Árið 1963 hleypti hann Hvítu byltingunni af stokkunum sem var ætlað að færa landið nær nútímanum og gera það veraldlegra. Við þetta missti hann stuðning sjíaklerka og lágstéttanna. Þetta leiddi til írönsku byltingarinnar 1979. Reza Pahlavi flúði frá Íran ásamt eiginkonu sinni Farah Diba 17. janúar. Fljótlega eftir það var einveldi afnumið og Íran gert að íslömsku lýðveldi með klerkastjórn.

Í útlegðinni bjó Reza Pahlavi á ýmsum stöðum, meðal annars í Egyptalandi, Marokkó, Bahamaeyjum, Mexíkó og Panama. Hann lést í Egyptalandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.


Snið:Kaldstríð tölur