Mohammad Mosaddegh

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Mohammad Mosaddegh
محمد مصدق
Mossadeghmohammad.jpg
Forsætisráðherra Írans
Í embætti
28. apríl 1951 – 16. júlí 1952
Í embætti
21. júlí 1952 – 19. ágúst 1953
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

16. júní 1882

Teheran, Persíu
Dáin(n)

5. mars 1967 (84 ára)

Ahmadabad-e Mosaddeq, Íran
Stjórnmálaflokkur Íranska þjóðfylkingin
Háskóli Sciences Po, Háskólinn í Neuchâtel
Starf Stjórnmálamaður
Undirskrift

Mohammad Mosaddegh (محمد مصدق á persnesku) (16. júní 1882 – 5. mars 1967) var íranskur stjórnmálamaður. Hann var leiðtogi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar[1][2][3] og sat sem forsætisráðherra Írans frá 1951 til 1953 en þá var stjórn hans steypt af stóli í valdaráni sem bandarísku og bresku leyniþjónusturnar studdu.[4][5]

Mosaddegh var rithöfundur, lögfræðingur og áhrifamikill þingmaður. Stjórn hans stóð fyrir ýmsum samfélags- og stjórnarumbótum eins og velferðarráðstöfunum og jarðeignarumbótum, þ.á.m. skattlagningu á jarðleigu. Mikilvægasta stefna ríkisstjórnar hans var þjóðnýting íranska olíuiðnaðarins, sem hafði verið undir stjórn Breta frá árinu 1913 í gegnum ensk-persneska olíufélagið (Anglo-Persian Oil Company; APOC).[6]

Margir Íranar telja Mosaddegh helsta talsmann veraldlegs lýðræðis og andstöðu við erlendum yfirráðum í nútímasögu Írans. Mosaddegh var steypt frá völdum árið 1953 í valdaráni sem bandaríska leyniþjónustan skipulagði og framkvæmdi að áeggjan MI6, sem völdu síðan íranska hershöfðingjann Fazlollah Zahedi til að taka við völdum.[7]

Á vesturlöndum er valdaránið yfirleitt kallað „Ajax-aðgerðin[8], sem var heiti aðgerðarinnar innan bandarísku leyniþjónustunnar. Í Íran er valdaránið kallað „valdaránið 28. Mordad 1332“ í höfuðið á dagsetningu þess á íranska dagatalinu.[9] Mosaddegh var fangelsaður í þrjú ár og síðan settur í stofufangelsi þar til hann lést og var þá grafinn á heimili sínu til að koma í veg fyrir pólitískan usla.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. Andrew Burke, Mark Elliott & Kamin Mohammadi, Iran (Lonely Planet, 2004, bls. 34.
  2. Cold War and the 1950s (Social Studies School Service, 2007, bls. 108.
  3. Loretta Capeheart and Dragan Milovanovic, Social Justice: Theories, Issues, and Movements (Rutgers University Press, 2007), bls. 186.
  4. James Risen (2000), „SECRETS OF HISTORY The C.I.A. in Iran THE COUP First Few Days Look Disastrous". . (nytimes.com).
  5. Stephen Kinzer, John Wiley og David S. Robarge 12 April 2007, „All the Shah's Men: An American Coup and the Roots of Middle East Terror". . (Central Intelligence Agency).
  6. Daniel Yergin, The Prize: The Epic Quest for Oil, Money and Power.
  7. James Risen 16 April 2000, „Secrets of History: The C.I.A. in Iran". The New York Times. Skoðað 3 November 2006.
  8. Dan De Luce 20 September 2003, „The Spectre of Operation Ajax". . (London: Guardian Unlimited). Skoðað 3 November 2006.
  9. Mark Gasiorowski; Malcolm Byrne 22 June 2004, „Mohammad Mosaddegh and the 1953 Coup in Iran". . (National Security Archive). Skoðað 3 November 2006.