„Færeyinga saga“: Munur á milli breytinga

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
[[Mynd:Trondur i gotu 1904.jpg|thumb|200px|Þrándur í Götu, teikning í gamalli útgáfu sögunnar (1904).]]
'''Færeyinga saga''', er forn íslensk saga sem segir fyrst frá landnámi [[Grímur Kamban|Gríms Kambans]] í [[Færeyjar|Færeyjum]], um [[825]], en meginhluti frásagnarinnar er um atburði frá árunum 990–1002, þegar [[Sigmundur Brestisson]] reyndi að koma á kristni í Færeyjum og skattskyldu til [[Noregskonungar|Noregskonungs]], en [[Þrándur í Götu]] stóð gegn því. Sögunni lýkur meðeftir andlátiandlát Þrándar um [[1035]].
 
== Um söguna ==
Færeyinga saga var skrifuð hér á Íslandi skömmu eftir 1200, en höfundurinn er ókunnur. Margt bendir til að höfundurinn hafi stuðst við munnlegar sagnir úr Færeyjum, sem hann smíðaði söguna úr, en verið fremur ókunnugur staðháttum, t.d. ruglar hann að nokkru saman [[Stóra-Dímun|Stóru-DímonDímun]] og [[Skúfey]]. Sagan er mikilvæg söguleg heimild um Færeyjar, því að hún bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi í eyjunum á fyrstu öldum byggðar þar. Ef hennar nyti ekki við væri þar við fátt að styðjast.
 
Færeyinga saga er fremur illa varðveitt, og hefur ekki geymst sem sjálfstætt rit. [[Snorri Sturluson]] tók stuttan kafla úr sögunni (43.-48. kapítula) upp í [[Ólafs saga helga hin sérstaka|Ólafs sögu helga hina sérstöku]], en meginhluti sögunnar hefur varðveist í handritum [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu]], þar sem hún er fleyguð inn í sögu Ólafs, af því að hún snertisnertir efnið. Þegar Jón Þórðarson, annar ritari [[Flateyjarbók]]ar, skrifaði upp Ólafs-sögurnar, ákvað hann að skrifa flesta kaflana úr Færeyinga sögu eftir sérstöku handriti af sögunni, sem þar með varðveittust í sem næst upprunalegri gerð. Því miður láðist honum að gera það í 28.–33. kafla, og ofangreindum köflum 43–48. [[Ólafur Halldórsson]] handritafræðingur segir að á fáeinum stöðum vanti í söguna, en líklega hafi þó ekki glatast nema smákaflar.
 
Færeyinga saga var fyrst gefin út sem sjálfstætt rit af [[Fornfræðafélagið|Fornfræðafélaginu]] í Kaupmannahöfn árið [[1832]]. [[Carl Christian Rafn]] sá um útgáfuna, sem var að mörgu leyti athyglisverð. Þar var frumtextinn prentaður á íslensku, [[danska|dönsk]] þýðing, og einnig [[færeyska|færeysk]] þýðing (eftir [[Johan Henrik Schrøter]], með stafsetningu sem kennd er við hann). Árið 1884 kom út önnur færeysk þýðing, gerð af [[V. U. Hammershaimb]], með svipaðri stafsetningu og nú tíðkast.
 
Í Færeyjum er sagan kennd í skólum, og þar þekkir hvert mannsbarn söguhetjurnar. Þar er Þrándur í Götu talinn þjóðhetja, en glæsimennið Sigmundur Brestisson hálfgerður svikari. Sagan hefur einnig verið vel þekkt hér á landi, samanber [[orðtak]]ið, „að „einhververa einhverjum Þrándur í Götu“, þ.e. hindrun, eða erfiður viðureignar. Nú er oft sagt: „að vera þrándur í götu einhvers“, sbr. orðtakið „að leggja stein í götu einhvers“.
 
Ólafur Halldórsson hefur manna mest rannsakað Færeyinga sögu í seinni tíð. Hann hefur séð um fjórar útgáfur sögunnar, sbr. eftirfarandi lista. Í formálum Ólafs er mikill fróðleikur um flest það sem viðkemur sögunni.
* ''Føroyingasøga'' / umsett hava [[Heðin Brú]] og [[Rikard Long]]. Skúlabókagrunnurin, Tórshavn [[1962]], 105 s.
* ''Føroyinga søga'' / Sven Havsteen-Mikkelsen teknaði; Bjarni Niclasen týddi; Jørgen Haugan skrivaði eftirmæli. Føroya skúlabókagrunnur, Tórshavn [[1995]], 148 s. – Útgáfa handa skólum í Færeyjum.
* [[Norska]]: ''[http://www.heimskringla.no/norsk/faereyingasaga/index.php Sagaen om Trond i Gata og Sigmund Brestessøn] eller Færøingernes saga'', þýðandi [[Alexander Bugge]], Kristiania [[1901]].
* [[Danska]]: ''Færinge saga'' / med tegninger af Sven Havsteen-Mikkelsen; i oversættelse ved Ole Jacobsen og med en efterskrift af Jørgen Haugan. København [[1981]], 143 s.
* [[Franska]]: ''La saga des Féroïens'' / traduit de l'Islandais par Jean Renaud; préface de Régis Boyer. Paris: Aubier Montaigne, [[1983]] - 133 s.
* [[Þýska]]: ''Die Färinger Saga'' / aus dem Isländischen von Klaus Kiesewetter übersetzt. Ålborg: [[1987]] - 103 s.
* [[Sænska]]: ''Färinga sagan'' / inledd och översatt av Bo Almqvist; förord av Olov Isaksson; fotografier av Sören Hallgren. Hedemora: Gidlunds Bokförlag, [[1992]] - 205 s.
 
== Heimildir ==

Leiðsagnarval