Fara í innihald

Auðmagnið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auðmagnið (þýska: Das Kapital) er eitt af frægari verkum eftir hinn þýska Karl Marx (5. maí 1818 – 14. mars 1883), sem einnig er höfundur Kommúnistaávarpsins. Í Auðmagninu fjallar Marx um kapítalisma og auðhyggju út frá hugmyndum sem fella má undir heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði. Alls voru gefin út 3 bindi (árin 1861, 1885, 1894) en Marx var látinn þegar bindi 2 og 3 komu út. Friedrich Engels, aðstoðarmaður og vinur Marx, sá um að taka saman og gefa út bindi 2 og 3 að Marx látnum. Mjög mikið hefur verið vitnaði í Auðmagnið í skrifum um stjórnmál og hagfræði og segja má að ritið hafi gengið í endurnýjun lífdaga eftir efnahagskreppuna sem skall á haustið 2008. [heimild vantar].