Kommúnistaávarpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsíða fyrstu útgáfu Kommúnistaávarpsins.

Kommúnistaávarpið (þýska: Das Manifest der Kommunistischen Partei) er eitt af áhrifamestu áróðursritum heims. Það kom fyrst út á þýsku 21. febrúar 1848. Það var pantað sem stefnuskrá Kommúnistafylkingarinnar og voru þeir Karl Marx og Friedrich Engels höfundar þess. Það leggur línurnar fyrir byltingu öreiganna gegn oki kapítalismans til að koma á stéttlausu samfélagi. Það hefst á setningunni „Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu - vofa kommúnismans.“ og endar á slagorðinu „Öreigar allra landa, sameinist!“

Á íslensku kom ávarpið út árið 1924 og var gefið út af Jafnaðarmannafélaginu á Akureyri. Kommúnistaávarpið hafði verið þýtt á íslensku í Berlín árið 1923 og þýðendumir voru tveir ungir stúdentar, Stefán Pétursson og Einar Olgeirsson.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.