Fara í innihald

Kreppa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Efnahagskreppa)
Kreppa er líka sögn. Dæmi: Að kreppa tærnar. Kreppa er einnig á sem rennur úr Brúarjökli.

Kreppa er hugtak sem haft er um verulega örðugleika í efnahagsmálum, með atvinnuleysi og sölutregðu fyrirtækja. Aðaleinkenni kreppu er ógurlegt verðfall á gjaldmiðlum, fjöldauppsagnir og greiðsluerfiðleikar fyrirtækja og almennings. Kreppuboði er það nefnt sem veit á samdráttarskeið, þ.e. er fyrirboði kreppu.

Bankar og kreppa

[breyta | breyta frumkóða]

Bankar skreppa saman og sumir hrynja til falls í kreppum, sérstaklega þeir sem hafa verið áhættusæknir eða eru illa reknir. Ein skilgreiningin (Demirguc-Kunt og Detragiache, 1998) sem lítur til kreppuboða segir að fjármálakreppa er þegar:

  1. Hlutfall varúðarfærðra eigna af heildareignum banka sé umfram 10%.
  2. Björgunaraðgerðir kosti meira en 2% af landsframleiðslu.
  3. Vandamál fjármálakerfisins leiði til þess að verulegur hluti bankanna sé þjóðnýttur.
  4. Umfangsmikil áhlaup á banka, þ.e. innlausnafár, eða gripið er til neyðaraðgerða, svo sem innlánsfrystingar eða ábyrgðaryfirlýsinga til að bregðast við vandanum. [1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. af Alþingi.is
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.