James W. Denver
James W. Denver | |
---|---|
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir Kaliforníu | |
Í embætti Desember 1857 – nóvember 1858 | |
Fylkisstjóri Kansas-landsvæðisins | |
Í embætti 4. mars 1857 – 21. janúar 1861 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 23. október 1817 Winchester, Virginíu, Bandaríkjunum |
Látinn | 9. ágúst 1892 (74 ára) Washington, D.C., Bandaríkjunum |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Starf | Stjórnmálamaður, lögfræðingur, herforingi |
James William „Jim“ Denver (23. október 1817 – 9. ágúst 1892) var bandarískur stjórnmálamaður, dáti og lögfræðingur. Hann sinnti störfum fyrir fylkisstjórnina í Kaliforníu, sem dáti fyrir bandaríska herinn í tveimur stríðum og sem þingmaður fyrir demókrataflokkinn.
Hann var landshöfðingi yfir Kansas-landsvæðinu þegar ekki hafði verið ákveðið hvort þar yrði viðhaft þrælahald.
Borgin Denver, höfuðborg Colorado-fylkis, er nefnd eftir honum.
Ungdæmi og fyrstu störf
[breyta | breyta frumkóða]James W. Denver var fæddur í námunda við Winchester í Virginíu-fylki. Hann sótti almennan skóla og flutti ásamt foreldrum sínum til Wilmington í Ohio árið 1830. 1841 hafði hann gerst kennari í Missouri-fylki, og 1844 útskrifaðist hann úr laganámi frá háskólanum í Cincinnati og stundaði því næst lagastörf nálægt Xenia, Ohio. Hann fluttist til Platte City, Missouri, 1845, og hélt þar áfram að starfa við lög.
Árið 1847, þegar stríð Bandaríkjanna við Mexíkó geisaði, gekk hann í 12. sjálfboðaliðasveit landgönguliða, og hlaut kafteinstign undir herstjórnandanaum Winfield Scott. Eftir stríðið árið 1850 ferðaðist Denver til Kaliforníu, þar sem hann hóf viðskipti.
Denver drap blaðaritstjórann Edward Gilbert í einvígi annan ágúst, 1852. Síðar sama ár, var hann kosinn til Kaliforníu-þings. Síðar var hann skipaður einskonar fylkis-stjóri (California Secretary of State)
1854 var hann kosinn til fulltrúadeildar bandaríska þingsins í forsvari fyrir Kaliforníu og gegndi því embætti frá 4. mars 1855 til 3. mars 1857. Hann bauð sig ekki fram til endurkjörs 1856. 17. apríl 1857 skipaði forsetinn James Buchanan hann sem framkvæmdastjóra í málefnum amerískra frumbyggja.
Í desember 1857 var Denver enn skipaður af forsetanum Buchanan sem landhöfðingi Kansas-landsvæðanna. Daginn sem hann tók við því embætti voru kosningar um svonefnda Lecompton-stjórnarskrá, sem heimilaði þrælahald. Kosningin hafði aðeins val milli þrælahalds til hálfs eða fulls og var því stórt séð hunsuð af fylgjendum afnáms.
Í nóvember 1858, meðan Denver gengdi enn störfum landshöfðingja, stofnsetti maður að nafni William Larimer, Jr., sem braskaði með landskika, bæinn „Denver“ við ánna South Platte River í Arapaho-hrepp í vestanverðum Kansas-landsvæðunum. Larimer valdi nafnið Denver til heiðurs sitjandi landshöfðingja.
Denver lét af störfum landshöfðingja í nóvember 1858 og tók að nýju við störfum yfirmanns frumbyggjamála, og sinnti þeim störfum þar til hann sagði sig lausan 31. mars 1859.
Þrælastríð og síðustu störf
[breyta | breyta frumkóða]Nokkrum mánuðum eftir upphaf átaka árla árs 1861, setti Abraham Lincoln forseti Denver í stöðu herstjórnenda (brigadier general) í sjálfboðaliðasveit. í nóvember 1861, fékk hann tilskipun fara til Fort Scott í Kansas og í desember tók hann við stjórn allra hermanna í Kansas.
Í mars og apríl 1862 stjórnaði hann hernum í Kansas þar til hann fékk tilskipun um flutning til Tennessee.
Þann 16. maí 1862 tók Denver við stjórn þriðja herliði fimmtu deildar undir yfirhershöfðingjanum William T. Sherman í miðju umsátrinu um Korinþíu. Strax næsta dag tók herlið Denvers þátt í bardögum um svonefnt Russellshús. Þótt herlið hans týndi engum manni var það eitt af tveimur sem fóru fyrir árásinni.[1]
27. maí valdi hershöfðinginn Sherman á nýjan leik herlið Denvers til að vera fremst í svonefndri árás á bygginguna Double Log House. Denver og and M. L. Smith gerðu árangursríka árás á húsvirkið.
Varð Ulysses S. Grant vitni að þessari árás og lýsti ánægju sinni með frammistöðu mannanna.[2] Eftir að Kórinþía féll hélt Denver áfram að gegna formensku fyrir deildina í Mississippi. í svonefndum Vicksburg-leiðangri var Denver stjórnandi fyrstu deildar þar til hann lét af störfum fyrir sambandsherinn 5. mars, 1863.
Eftir stríðið stundaði Denver áfram lögfræðistörf í Washington, og Wilmington, Ohio.
Hann sótti landsþing demókrataflokksins sem fulltrú árin 1876, 1880, og 1884. Nafn hans bar á góma sem hugsanlegs forsetaframbjóðenda fyrir demókrataflokkinn 1876 og 1884, en var aldrei tekið til formlegrar afgreiðslu.
Denver heimsótti Denver-borg 1875 og 1882, en kvartaði yfir að heimsóknir hans hlytu littlar undirtektir.[3] Með seinni heimsókn sinni varð hann eina manneskjan í bandaríkjunum til að hafa farið til borgar sem nefnd var í höfuðið á honum eftir að vera orðin höfuðborg fylkis.
Hann dó í Washington, 1892 og er grafinn í Sugar Grove Cemetery í Wilmington, Ohio.
Sonur hans, Matthew R. Denver, var þingmaður fyrir Ohio-ríki 1907–1913.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sherman's Report p.137
- ↑ Sherman's Memoirs
- ↑ Robert L. Brown (1985) The Great Pikes Peak Gold Rush, Caldwell, Ida.: Caxton, p.64