Hvassaleitisskóli
Hvassaleitisskóli (á óformlegu talmáli Hvassó) er grunnskóli í hverfinu Hvassaleiti í Reykjavík.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Sumarið 1965 var samþykkt í fræðsluráði Reykjavíkur að hefja skólastarf í Hvassaleitisskóla. Um haustið varð nokkur bið eftir skólahúsnæði og því nutu þær 6 bekkjardeildir sem byrjuðu í skólanum kennslu í Breiðagerðisskóla og Hlíðaskóla. Fyrsti kennsludagur Hvassaleitisskóla hófst þann 12. nóvember 1965 og nemendur voru 164. Á þeim tíma var efri hæð syðra skólahússins aðeins nothæft til kennslu og frágangur var allur til bráðabirgða. Skólinn tók til starfa í 1. áfanga skólans sem er tveggja hæða hús með 8 stofum. Fyrsti foreldradagur í skólanum var 17. febrúar 1966 og taldist þá 1. byggingaráfanga lokið.
Haustið 1969 gerðist Finnbogi Jóhannsson yfirkennari við skólann og gegndi því starfi þar til hann varð skólastjóri Fellaskóla sumarið 1973. Pétur Orri Þórðarson var ráðinn yfirkennari í Hvassaleitisskóla, en hann hafði verið kennari í Álftamýrarskóla.
Barnapróf var fyrst tekið við skólann árið 1970, en þá lauk 81 nemandi barnaprófi og 476 nemendur voru í skólanum. Annar áfangi skólans var tekinn í notkun haustið 1969 þann 1. október. Þá voru 5 ófullgerðar kennslustofur og kennaraherbergi tekið í notkun. Leikvöllur skólans var malbikaður 29. október 1969. Vorið 1972 var svo fyrst tekið unglingapróf við skólann, en þá voru samtals 584 nemendur í skólanum og af þeim luku 87 nemendur unglingaprófi.
Í janúarlok 1994 lét Kristján Sigtryggsson af störfum og Pétur Orri Þórðarson var ráðinn skólastjóri frá 1. febrúar 1994. Ásta Valdimarsdóttir, kennari við skólann, var sett í stöðu aðstoðarskólastjóra frá 1. febrúar 1994 til 31. júlí sama ár. Þórunn Kristinsdóttir var ráðin aðstoðarskólastjóri frá 1. september 1994.
Byggingar nálægt
[breyta | breyta frumkóða]Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Hvasso.is Geymt 2 september 2006 í Wayback Machine undir 'Saga skólans'