Grensáskirkja
Grensáskirkja er kirkja sem stendur við Háaleitisbraut í Reykjavík og tilheyrir Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt árið 1972 og var notað sem kirkja safnaðarins allt fram að vígslu kirkjunnar þann 8. desember 1996. Kirkju og kapellu prýða gluggar sem myndlistarmaðurinn Leifur Breiðfjörð gerði, gjöf Kvenfélags Grensássókar á sínum tíma.
Grensássókn var stofnuð í september 1963. Fóru guðsþjónustur fram í Breiðagerðisskóla til að byrja með en síðar í safnaðarsal í Miðbæ við Háaleitisbraut þar til safnaðarheimilið var vígt. Fyrsti sóknarpresturinn var séra Felix Ólafsson. Séra Jónas Gíslason tók við af honum, þá séra Halldór Gröndal og loks séra Ólafur Jóhannsson.
Þann 1. júní 2019 var Grensásprestakall sameinað Bústaðaprestakalli í einu Fossvogsprestakalli Grensássóknar og Bústaðasóknar. Fjölbreytt starf er í báðum kirkjum, Grensáskirkju og Bústaðakirkju, undir forystu sóknarprestsins séra Pálma Matthíassonar. Kjörnar til starfa sem prestar í nýju prestakalli frá 1. október 2019 eru þær séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, dr. theol. Daníel Ágúst Gautason var vígður til djáknaþjónustu í Grensássókn þann 15. september 2019 og sinnir hann einkum barna- og æskulýðsstarfi. Í Bústaðasókn var fyrir djákninn Hólmfríður Ólafsdóttir sem hefur umsjón með eldriborgarastarfi beggja sókna. Organisti Grensáskirkju er Ásta Haraldsdóttir.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Grensáskirkju Geymt 12 ágúst 2020 í Wayback Machine