Hofshreppur (Skagafjarðarsýslu)
Útlit
Hofshreppur áður Höfðastrandarhreppur var hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan megin Skagafjarðar,[1] kenndur við kirkjustaðinn Hof á Höfðaströnd.[2]
Hinn forni verslunarstaður Hofsós var gerður að sérstökum hreppi 1. janúar 1948 en sameinaður Hofshreppi á ný 10. júní 1990, ásamt Fellshreppi þar norður af. Náði Hofshreppur þar með allt norður að Fljót.[3]
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Hofshreppur Map, Weather and Photos - Iceland: administrative division - Lat:64 and Long:-16.8333“. www.getamap.net. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ „Hofskirkja á Höfðaströnd“. web.archive.org. 5. mars 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ Hjördís Erna Sigurðardóttir (2016). Örnefni, Örnefnanefnd, sameinuð sveitarfélög og bæjanöfn: Vald og saga örnefnastýringar (PDF). Háskóli Íslands.
- ↑ Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 2. ágúst 2024.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.