Hofshreppur (Skagafjarðarsýslu)
Hofshreppur áður Höfðastrandarhreppur var hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan megin Skagafjarðar, kenndur við kirkjustaðinn Hof á Höfðaströnd.
Hinn forni verslunarstaður Hofsós var gerður að sérstökum hreppi 1. janúar 1948 en sameinaður Hofshreppi á ný 10. júní 1990, ásamt Fellshreppi þar norður af. Náði Hofshreppur þar með allt norður að Fljótavík.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
