Staðarhreppur (Skagafjarðarsýslu)
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Staðarhreppur (áður Reynistaðarhreppur) var hreppur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Reynistað.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
Hreppsnefnd[breyta | breyta frumkóða]
- Aðalgrein: Hreppsnefnd Staðarhrepps (Skagafjarðarsýslu)
Síðasta hreppsnefnd Staðarhrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Bjarni Jónsson, Helgi Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg Hafstað, Sigmar Jóhannsson og Sigurður Baldursson.
Oddvitar[1]
- 1874-1880 Jón Jónsson á Hóli
- 1880-1882 Stefán Jónasson á Páfastöðum
- 1882-1883 Björn Þorbergsson á Dúki
- 1883-1887 Jón Björnsson á Ögmundarstöðum
- 1887-1892 Árni Jónsson læknir í Glæsibæ
- 1892-1896 Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum
- 1896-1899 Sigurjón Bergvinsson í Glæsibæ
- 1899-1901 Sigurður Jónsson á Reynisstað
- 1901-1904 Gísli Konráðsson á Skarðsá
- 1904-1916 Albert Kristjánsson á Páfastöðum
- 1916-1919 Sveinn Jónsson á Hóli
- 1919-1922 Jón Sigurðsson á Reynisstað
- 1922-1966 Arngrímur Sigurðsson í Litlu-Gröf
- 1966-1982 Sæmundur Jónsson á Bessastöðum
- 1982-1994 Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi
- 1994-1998 Ingibjörg Hafstað í Vík
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi Staðarhreppur - Seyluhreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 26
