Rípurhreppur
Rípurhreppur var hreppur í miðri Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Ríp í Hegranesi.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Rípurhreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.
Hreppsnefnd[breyta | breyta frumkóða]
Síðasta hreppsnefnd Rípurhrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Lilja Ólafsdóttir, Pálmar Jóhannesson, Símon Traustason, Sævar Einarsson og Þórunn Jónsdóttir.
Oddvitar [1]
- 1874-1883 Ólafur Sigurðsson í Ási
- 1883-1888 Gunnar Ólafsson í Keldudal
- 1888-1896 Ólafur Sigurðsson í Ási
- 1896-1901 Jónas Halldórsson í Keldudal
- 1901-1908 Sigurjón Markússon í Eyhildarholti
- 1908-1936 Guðmundur Ólafsson í Ási
- 1936-1958 Gísli Magnússon í Eyhildarholti
- 1958-1962 Páll Sigurðsson í Keldudal
- 1962-1974 Árni Gíslason í Eyhildarholti
- 1974-1986 Þórarinn Jónasson í Hróarsdal
- 1986-1994 Árni Gíslason í Eyhildarholti
- 1994-1998 Símon Traustason í Ketu
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar V. bindi Rípurhreppur - Viðvíkurhreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 27
