Fara í innihald

Haþor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hathor)
Höggmynd af Haþor

Haþor (fornegypska: Ḥwt Ḥr Hút Her „höfuðból Hórusar“) var fornegypsk móðurgyðja. Hún var gyðja ástar, fegurðar, tónlistar og frjósemi. Hún er sýnd sem kona með horn á höfði sem bera uppi sólskífu sem slanga hringar sig um, eða sem kýr með sams konar höfuðbúnað og auga Hórusar. Síðar varð hún líka gyðja trjánna. Hún tengist kýrgyðjunni Bat og tók alveg yfir hlutverk hennar á tímum Miðríkisins.

Í einni gamalli goðsögu er Haþor dóttir Ra og ber auga hans, en í nýrri goðsögum er hún móðir Ra (sem sköpunargyðjan Mht wrt „flóðið mikla“) og ber hann milli horna sér. Hún var móðir apisnautanna sem voru heilög dýr, og tengist líka hinum heilögu hringlum og brjóstskildinum menat sem var borinn sem verndargripur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.