Fara í innihald

Hönnunarvernd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hönnunarvernd verndar útlit vöru, en tekur ekki til tæknilegrar virkni vörunnar eða eiginleika hennar.

Hönnunarskráning felur í sér að eigandi skráningarinnar getur bannað öðrum að hagnýta hönnun sína án samþykkis. Hönnunarvernd getur gilt í 5-25 ár, en má þó aðeins endurnýja til eins eða fleiri 5 ára tímabila í senn þar til 25 ára verndartíma er náð.

Hugverkastofan fer með hönnunarvernd á Íslandi.