Gustav Cassel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gustav Cassel.

Karl Gustav Cassel (20. október 1866 – 14. janúar 1945) var sænskur hagfræðingur og prófessor í hagfræði við Stokkhólmsháskóla. Sjónarhorn Cassels á efnahagslegan veruleika átti rætur sínar að rekja til breska nýklassíska skólans og til sænskra skóla sem voru að byrja. Framlag Cassels til bókmennta og nýklassískar hagfræði er fyrst og fremst að finna á fjórum sviðum gildisfræðinnar, peningavandamála, greiningar á hagsveiflum og gagnrýni á sósíalisma.[1]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Cassel kom upprunalega frá auðugri fjölskyldu í Stokkhólmi og hóf nám í verkfræði en fór fljótlega yfir í stærðfræði. Cassel kenndi stærðfræði í Stokkhólmi, en þreyttist fljótt á því, og fór að beina athygli sinni í stað að hagfræði í von um að stærðfræðikunnátta hans myndi koma að góðum notum. Cassel heillaðist snemma af verkum eftir Walras sem og átti seinna meir eftir að gefa út sýnar útgáfur af þeim (Walras-Cassel kerfið) sem hann myndi koma til framkvæmda tveimur áratugum síðar.[2]

Eftir tímabil utanlandsferða og fjölda greina í þýskum, enskum og sænskum tímaritum byrjaði Cassel að skapa sér nafn sem hagfræðingur, og sérstaklega sérfræðingur í peningahagfræði. Árið 1901 mistókst Cassel að verða kjörinn í nýja prófessorsstöðu í hagfræði við háskólann í Lundi (staðan fór til Knut Wicksell). Árið 1904, fékk hann stöðu sem aðalhagfræðingur við Stokkhólmsháskóla (sem þá hét Stockholms Högskola). Cassel var áfram prófessor í hagfræði ("þjóðarhagfræði og fjármálum") í Stokkhólmi þar til hann lét af störfum árið 1933.[3]

Ferill og framlög til hagfræði[breyta | breyta frumkóða]

Gustav Cassel þróaði kenninguna um gengi sem kallast kaupmáttarjafnvægi eftir fyrri heimsstyrjöldina fyrir þjóðarbandalagið. Cassel taldi að ef gengi væri ekki á jöfnu væri það í ójafnvægi og að annað hvort gengi eða kaupmáttur myndi lagast þar til jöfnuður væri náð. Ef hveiti seldist á fjóra dollara í Bandaríkjunum og fyrir sex hundruð jen í Japan, gætu gerðardómsmenn keypt hveiti í Bandaríkjunum og selt það í Japan og gera það þar til verðmununinum væri eytt.[4]

Hann var einnig stofnfélagi sænska hagfræðiskólans ásamt Knut Wicksell og David Davidson. Cassel kom að hagfræði frá stærðfræði. Hann lauk framhaldsprófi í stærðfræði frá háskólanum í Uppsölum og var gerður að prófessor við Stokkhólmsháskóla seint á tíunda áratugnum en fór til Þýskalands fyrir aldamót til að læra hagfræði og gaf út greinar sem spanna tæplega fjörutíu ár.[5]

Eftir lok fyrri heimsstyrjaldar tók Gustav Cassel virkan þátt í umræðum um mögulegar leiðir til að endurheimta gullfótinn, sem myndi sjálfkrafa endurheimta kerfi fastgengis meðal þátttökuþjóða. Almennt var talið að stöðugleiki gengisins skipti sköpum til að endurheimta alþjóðaviðskipti og fyrir frekari stöðugan og jafnvægisvöxt þeirra. Spurningin, sem Gustav Cassel reyndi að svara var hvernig ætti að ákvarða viðeigandi stig sem gengi ætti að festa á við endurreisn fastgengiskerfisins. Ráð hans var að festa gengi á því stigi sem samsvaraði kaupmáttarjöfnuði, þar sem hann taldi að það myndi koma í veg fyrir viðskiptaójafnvægi milli viðskiptaþjóða. Kenningin um kaupmáttarjafnvægi sem Cassel lagði fram var í raun ekki jákvæð kenning um gengisákvörðun.[6]

Hann tók þátt í samningaviðræðunum um stríðsskaðabætur Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann sat í fjölda nefnda á vegum sænskra stjórnvalda og lagði á árunum 1905-1921 mikið af mörkum til þróunar skilivirkara kerfis við fjárlagagerð.[7]

Meðal þekktra nemenda hans eru Nóbelsverðlaunahafarnir í hagfræði, Bertil Ohlin og Gunnar Myrdal, og framtíðarleiðtoga Moderataflokksins, Gösta Bagge.

Walras-Cassel líkönin[breyta | breyta frumkóða]

Cassel kynnti til leiks þrjú líkön þar sem hann notaðist við almennu jafnvægisnálgun Walras. Fyrra líkanið fjallaði um hrein skipti með föstu tiltæku magni af vörum. Fyrir hverja vöru setti hann eftirspurnarfallið jafnt föstu framboði og lýsti því yfir að það væri jafnvægissett verðs vegna þess að það væru jafn margar jöfnur og óþekktar. Að því leyti sem peningaútgjöld neytenda eru gefin upp, er algjört verð ákveðið.

Önnur kenningin sem hann kallaði líkan af kyrrstöðu ástandi lýsti því að magn framleiddra vara væri stöðugt, þar sem hann gerði ráð fyrir því að fjárhæðir sem neytendur ættu að eyða, magn framleiðsluþátta og tæknilegu stuðlana væru gefnar upp. Cassel smíðaði síðan kerfi þar sem eftirspurn og framboð fyrir hverja framleidda vöru eru lögð að jöfnu.

Í þriðja líkani sínu, sem hann kallaði líkan af ástandi sem þróast jafnt og þétt, var Cassel ekki umhugað um jafnvægisstöðu heldur vaxtarbraut, þar sem hann sótti líklegast sinn innblástur frá rannsóknum Walras um vaxandi hagkerfi. Röksemdafærsla Cassels og útlistun hans á þessu líkani voru í meginatriðum bókmenntaleg. Hann ræddi þær breytingar sem nauðsynlegar væru á jöfnum annars líkans síns. Hann gerði ráð fyrir því að magn endurskapanlegra framleiðsluþátta aukist með föstum hraða.[8]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ellis, Howard S. (1945). „Gustav Cassel 1866-1945“. The American Economic Review. 35 (3): 508–510. ISSN 0002-8282.
  2. „Gustav Cassel“. www.hetwebsite.net. Sótt 1. nóvember 2022.
  3. Ellis, Howard S. (1945). „Gustav Cassel 1866-1945“. The American Economic Review. 35 (3): 508–510. ISSN 0002-8282.
  4. „Gustav Cassel“. Econlib (bandarísk enska). Sótt 11. október 2022.
  5. Kadochnikov, Denis V. (1. desember 2013). „Gustav Cassel's purchasing power parity doctrine in the context of his views on international economic policy coordination“. The European Journal of the History of Economic Thought. 20 (6): 1101–1121. doi:10.1080/09672567.2013.824999. ISSN 0967-2567.
  6. Kadochnikov, Denis V. (1. desember 2013). „Gustav Cassel's purchasing power parity doctrine in the context of his views on international economic policy coordination“. The European Journal of the History of Economic Thought. 20 (6): 1101–1121. doi:10.1080/09672567.2013.824999. ISSN 0967-2567.
  7. https://en.wikisource.org/wiki/1922_Encyclopædia_Britannica/Cassel,_Gustav
  8. Warren J. Samuels; Jeff E. Biddle (2003). A Companion to the History of Economic Thought. Blackwell Publishing. bls. 290.