Knut Wicksell
Johan Gustaf Knut Wicksell (f. 20. desember 1851 – d. 3. maí 1926) var sænskur hagfræðingur. Hann var þekktur fyrir sín þjóðfélagslegu viðhorf og framlög sín til hagfræðinnar. Hann tók einnig mikinn þátt á róttækum hreyfingum á seinni hluta nítjándu aldar og studdi meðal annars málstaði líkt og tjáningarfrelsi, trúleysi og réttindi kvenna.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Wicksell fæddist í Stokkhólmi og var yngstur fimm systkina. Hann hóf nám í stærðfræði og eðlisfræði við háskólann í Uppsala árið 1869. Wicksell fékk ekki áhuga á hagfræði fyrr en á fullorðinsárum.[1] Hann hlaut fil.kand gráðu í stærðfræði 1871, og fil.lic gráðu í hagfræði árið 1885. Hann fór með styrk Lorénska Stiftelsen til Englands þar sem hann var við nám á árunum 1885-1887. Árið 1895 hlaut hann doktorsgráðu í hagfræði. Hann starfaði sem prófessor í hagfræði við háskólann í Lundi frá 1901 til 1916.
Á sínum yngri árum var Wicksell fremur trúaður og tók mikinn þátt í kirkjustarfi. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann hélt fyrirlestur um getnaðarvarnir, þá sem nemandi við Uppsalaháskóla. Síðar yfirgaf hann kirkjuna og sneri sér alfarið að vísindum.[2] Hann skrifaði mikið í dagblöð um ýmis þjóðfélagsmál. Á meðan hann stundaði nám í stærðfræði fékk hann áhuga á kenningum Thomas Malthus um mannfjölda. Upp úr því hóf hann að skrifa og halda fyrirlestra um fólksfjölda, getnaðarvarnir, áfengisneyslu og fleira. Áfengisneysla var á þessum tíma talin eitt alvarlegasta þjóðfélagsvandamál Svíþjóðar.
Wicksell kynntist kenningum nýklassískra hagfræðinga á námsferð sinni 1885-87, sérstaklega Léon Walras, og Carl Menger. Áhugi hans snerist æ meir að hagfræði á næstu árum. Hann hélt áfram að skrifa í dagblöð en eftir hann liggur gríðarmikið af skrifum.
Mikilvægasta framlag hans til hagfræðinnar kom út árið 1893, Value, Capital, and Rent.[2]
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Wicksell var yngstur fimm systkina, og voru í systkinahópnum þrjár stúlkur og tveir strákar. Móðir þeirra lést þegar Wicksell var einungis 6 ára gamall og lést faðir þeirra ekki svo löngu síðar, eða þegar Wicksell var 15 ára gamall. Eiginkona Wicksell var Anne Bugge sem hann giftist í París árið 1889. Anne og Knut áttu saman tvo syni, Sven sem fæddist árið 1890, og Finn sem fæddist árið 1893. Finn lést árið 1913, þá aðeins 19 ára gamall, þegar hann féll út um glugga og lifði fallið ekki af.[2]
Framlög til hagfræði
[breyta | breyta frumkóða]Ágrip yfir helstu verk
[breyta | breyta frumkóða]Knut Wicksell tilheyrði seinni kynslóð nýklassísku hagfræðinga sem greindu framleiðslu eða framboðs hlið hagkerfisins. Þar sem kenningarnar seinni kynslóðarinnar útskýrðu framboð hagkerfisins með ýtarlegri hætti með því að beita jaðar og stærðfræðilegri nálgun. Nokkrir seinni kynslóðar nýklassískar hagfræðingar útskýrðu sambandið milli inntak af mismunandi framleiðsluþáttum getur verið útskýrt með stærðfræðilegri framleiðslujöfnu. Með forsendunni að framleiðsluþættir fengu greitt fyrir jaðarframleiðslu sína er þess vegna hægt að útskýra alla framleiðslu með samræmdri meginreglu. Hægt er að finna dæmi af þessari greiningu frá Wicksell í Fyrirlestrar um stjórnmálahagfræði (enska: Lectures on Political Economy (1901)).[3]
Þrátt fyrir að vera dyggur stuðningsmaður einkareksturs hellti Wicksell sér mikið út í pólitísk málefni síns tíma. Hann studdi efnahagsumbætur og tók virkan þátt í því að hvetja til þess að ríkisfjármálin yrðu bætt með þeim hætti að tekjum og auð yrði dreift á sem sanngjarnastan máta. Hugmyndir Wicksell voru sagðar svipa mikið til þeirra Bandaríska hagfræðings Thorstein Veblen, en voru þeir frábrugðnir á þann hátt að hugmyndir Wicksell um félagslegar- og efnahagslegarumbætur kröfðust mikillar samtímahugsunar í hinum vestræna heimi á þessum tíma. Wicksell trúði einnig á mannfjöldakenningu Malthusar og hélt t.a.m. fyrirlestra í Uppsala þess efnis að getnaðarvarnir gætu bjargað samfélagslegum meinum líkt og vændi, áfengisneyslu, fátækt og offjölgun.
Árið 1893 byrjaði Wicksell að öðlast frægð með útgáfu bókar sinnar virði, fjármagn og renta (enska: Value, capital and rent), þegar honum bárust þakklætisbréf frá hagfræðingunum Eugen von Böhm-Bawerk og Léon Walras. Hann kom síðar meir fram með einföldun á kenningunni um jaðarafköst, sem segir að kostnaður eininga við framleiðslu eigi að vera jafngildur jaðarframleiðni þeirra. Áður höfðu hagfræðingarnir Philip Wicksteed, Enrico Barone og John Bates Clark mótað þessa kenningu. Helsta framlag Wicksell til þjóðhagfræðinnar er þó rit hans vextir og verð (enska: Interest and Prices), og í því kemur hann fram með eigin nálganir á peningamagnshyggju (enska: monetarism) og einnig með hugmyndina að ,,uppsöfnuðu ferli‘‘ verðbólgu (enska: ‘‘cumulative process‘‘ of inflation).
Interest and Prices, 1898
[breyta | breyta frumkóða]Áhrifamesta rit Wicksell var Vextir og Verð, (þýska: Geldzins und Guterpreise) sem kom út á þýsku árið 1898, en var ekki þýdd á ensku fyrr en 1936.
Í ritinu kemur Wicksell fram með hugtakið náttúrulegir vextir (enska: natural rate of interest) og skilgreindi hann það sem svo að náttúrulegir vextir myndu haldast í hendur við stöðugt verðlag, og hvatti hann til þess að verðlagi yrði haldið stöðugt.
Aðdáandi þessa hugmynda Wicksell var meðal annars J. M. Keynes og hrósaði hann honum fyrir hugmyndir sínar. Einnig taldi bók Wicksell eiga skilið frekar viðurkenningu og athygli heldur en hún fékk frá enskumælandi hagfræðingum þessa tíma.[4]
Virði, Fjármagn og Renta (enska: Value, capital and rent, 1893)
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1889 lagði austurríski hagfræðingurinn Eugen von Böhm-Bawerk grundvöll fyrir nýklassískar hagfræði kenningar um fjármagn með útgáfu Jákvæð Kenning um Fjármagn (enska: Positive Theory of Capital (1889)). Kenning var betrumbætt af Wicksell með útgáfu Virði, fjármagn og Renta (enska:Value, Captial and Rent (1893)) og Fyrirlestrar um Stjórnmálahagfræði (enska: Lectures on Political Economy (1901)), Irving Fisher með Eðli Fjármagns og Tekna (enska: The Nature of Capital and Income (1906)), Gengi Vaxta (enska: The Rate of Interest (1907)) og Kenningin um Vexti (enska: The Theory of Interes (1930)) og ýmislegir aðrir.[1]
Wicksell lagði mikla áherslu á framleiðsluhlið fjármagns til að útskýra fyrirbærið vexti. Hann hélt því fram að fjármagn væru uppsafnað vinnuafl og land (og hugsanlega öðru fjármagni). Vextir væru þess vegna mismunar á milli jaðarframleiðslu uppsafnaðs vinnuafls og lands og núverandi vinnuafls og lands.[1]
Peningamagnskenning
[breyta | breyta frumkóða]Í ritgerðinni Vextir og Hrávöruverð (þýska: Geldzins und Guterpreise) útskýrði Wicksell vexti og verðbólgu. Wicksell breytti peningamagnskenningunni fyrir hagkerfi, í stað þess að magn penings var ákveðið af ytri breytum var það ákveðið af markaðssamskiptaverðs fyrir vörum og fjármunum. Hann setti bankanna í lykilhlutverk fyrir hækkun peningamagns í umferð með ákvörðun markaðsvaxta og mismun þeirra frá náttúrulegum vöxtunum, þar sem náttúrulegir vextir endurspegluðu ávöxtun af fjármagni fjárfest í framleiðslu.[5]
Fjármálafræði (þýska: Finanztheoretische Untersuchungen)
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1896 gaf Wicksell ritið Fjármálafræði (þýska: Finanztheoretische Untersuchungen) þar sem hann fjallaði um fjármál hins opinbera. Meðal annars skrifaði hann rit um meginreglu um réttláta skattlagningu, þar sem hann sýnir að Pareto meginreglan gæti verið gild sem Pareto sjálfur taldi vera ómögulegt. Ritgerðin spurði hverskonar rammagerð af stjórnarfari þings gæti gert ríkinu kleift til þess að vera afkastamikill þáttakandi í hagkerfinu, sem margir aðrir hafa forðast vegna flækjustig þess.
Tvær meginreglur við opinber fjármál er hægt að greina í dag og koma þær frá Wicksell og Francis Edgeworth. Þar sem aðferð Edgeworth fyrir opinberum fjármálum setur ríkið upp sem ytri aðila af hagkerfinu og hefur afskipti við hagkerfið til þess að hámarka félagslega aðferð. Wicksellian nálgunin setur ríkið í hlutverkið sem þáttakandi í hagkerfinu fremur en ytri aðili sem stýrir. Ríkið sjálft er ferli eða rammagerð samsett af reglum og verklagsreglum sem ræður yfir samböndum mannfólks. Wicksell talaði fyrir því að stærð og umfangs ríkis og ríkisfjármála fyrirbæra ætti að vera útskýrt með sömu tilvísum og er notað til að útskýra atvinnustarfsemi í samfélagi, t.d. nytjar, kostnaður, eftirspurn og framboð.
Meginregla Wicksell var þess að stjórnun ætti að vera nálægt einróma í stað fyrir fullum einróma. Wicksell sá fyrir sér að tilfærslan frá fullum einróma yfir í hluta til einróma faldi í sér fórnarskipti. Því minni einrómi sem krafist er því minni kostnaður fer í það að sannfæra alla á sömu hlið. Með því að minnka kröfur um einróma væri betri líkur á að ríkisfjármál samþykkja stefnu sem telst hagstæð.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Bo Sandelin; Hans-Michael Trautwein and Richard Wundrak (2014). A Short History of Economic Thought. Routledge. bls. 58-59. ISBN 978-1-138-78019-4.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 Jurgen Georg Backhaus. Handbook of the History of Economic Thought. Springer. bls. 513-515. ISBN 978-1-4419-8335-0.
- ↑ Bo Sandelin; Hans-Michael Trautwein and Richard Wundrak (2014). A Short History of Economic Thought. Routledge. bls. 52. ISBN 978-1-138-78019-4.
- ↑ Howey, R. S. (1936). „Review of Lectures on Political Economy; Interest and Prices (Geldzins und Güterpreise): A Study of the Causes Regulating the Value of Money, Knut Wicksell“. The American Economic Review. 26 (3): 493–495. ISSN 0002-8282.
- ↑ Bo Sandelin; Hans-Michael Trautwein and Richard Wundrak (2014). A Short History of Economic Thought. Routledge. bls. 80. ISBN 978-1-138-78019-4.