Fara í innihald

Japanskt jen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Japanskt jen
円 en
10 jena mynt
LandFáni Japan Japan
Skiptist í100 sen, 1000 rin
ISO 4217-kóðiJPY
Skammstöfun¥
Mynt¥1, ¥5, ¥10, ¥50, ¥100, ¥500
Seðlar¥1000, ¥2000, ¥5000, ¥10,000

Jen (japönsku: 円, en) er japanskur gjaldmiðill. Það er einnig vinsælt sem gjaldeyrisvaraforði, á eftir Bandaríkjadalnum og evrunni. ISO 4217 gjaldeyristáknið fyrir jen er JPY og 392. Latneska táknið er ¥.

Á japönsku er það yfirleitt borið fram sem „en“, en á íslensku er framsetningin nær enska framburðinum (yen). Í bæði japönsku og kínversku, þýðir en bókstaflega „kringlóttur hlutur“.

Jenið var innleitt af Meiji-ríkisstjórninni árið 1870 sem myntkerfi í líkingu við þau sem þekktust í Evrópu. Jenið kom í stað flókins myntkerfis frá Edo tímabilinu, sem byggt var á moni. Nýju gjaldmiðilslögin árið 1871 kváðu á um að tekinn yrði upp tugakerfisreikningur fyrir jen (1), sen (1100), og rin (11000), þar sem að myntir væru kringlóttar og steyptar líkt og í Vesturlöndum. Sen- og rin-myntirnar voru seinna teknar úr umferð árið 1954. Jenið var skilgreint sem 0,8667 troyes únsa (26,956 g) af silfri, sem jafngildir um 450 krónum. Þessi lög færðu einnig Japan yfir á gullfótinn.

Jenið tapaði næstum öllu verðgildi sínu í kringum og eftir Seinni heimsstyrjöldina. Eftir nokkurn óstöðugleika, var jenið fest sem 1 Bandaríkjadalur = ¥360. Gilti þessi festing frá 25. apríl 1949 fram til 1971 þegar Bretton Woods kerfið féll saman og jenið byrjaði að fljóta. Eftir Plaza Sáttmálann árið 1985, hækkaði jenið gagnvart bandaríkjadalinum.

Frá og með byrjun 2006 jafngilda 100 krónur um það bil ¥175.

  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.