Fara í innihald

Grannréttindi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grannréttindi höfundaréttar eru skyld hugverkaréttindi sem ekki er þó fjallað um í Bernarsáttmálanum heldur í öðrum samningum. Algeng skilgreining á grannréttindum er að þau séu réttindi annarra en höfundar í tengslum við höfundarvarið verk, til dæmis framleiðanda, útgefanda, flytjanda o.s.frv., en oft er líka fjallað um önnur réttindi eins og gagnagrunna og samrásir sem grannréttindi. Í sumum löndum (eins og Íslandi) eru grannréttindi hluti af höfundalögum, en í öðrum falla þau undir önnur lög.

Dæmi um grannréttindi eru réttur listflytjenda, réttindi framleiðenda, réttindi sem varða útvarps- og sjónvarpsútsendingar og gagnagrunna. Stundum er einkaréttur á hönnun samrása líka talinn til grannréttinda.

Um grannréttindi er fjallað í Rómarsáttmála um vernd listflytjenda, framleiðenda hljóðrita og útvarpsstofnana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.