Fara í innihald

Granatepli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Granatepli
Ávöxtur granateplis
Ávöxtur granateplis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Undirflokkur: Rosidae
Ættbálkur: Dúnurtabálkur (Myrtales)
Ætt: Blysjurtaætt (Lythraceae)
Ættkvísl: Punica
Tegund:
P. granatum

Tvínefni
Punica granatum
L.

Granatepli (eða kjarnepli) (fræðiheiti: Punica granatum) er sumargræn jurt sem er runni eða lítið tré sem ber ávexti. Það verður 5-8 metra á hæð. Það er upprunnið frá landsvæðum í Afganistan og Íran til Himalajafjalla í Norður Indlandi og hefur verið ræktað frá fornu fari í löndunum við Miðjarðarhafið og Kákasus. Það er einnig ræktað í Armeníu, Íran, Indlandi og þurrari hlutum suðaustur Asíu, Malaja og Austur-Indíum og frumskógabelti Afríku. Það tekur um það bil 2-3 ár þangað til að tréð ber ávexti.

Granatepli kemum frá Persíu (Íran) og hefur verið ræktað í Georgíu, Armeníu og við Miðjarðarhafið í margar aldir. Í Georgíu og Armeníu og austur fyrir Svartahafið vex Granatepli villt.

Granatepli barst til Suður-Ameríku og Kaliforníu með spænskum landnemum árið 1769 og er nú ræktað aðallega í þurrari hlutum Kalíforníu og Arizona þar sem unninn er ávaxtasafi úr berjum þess. Ávextir granateplis eru taldir heilsubætandi og fyrirbyggja sjúkdóma.

Blóm granateplis eru skærrauð, 3 sm að þvermáli með fjórum til fimm krónublöðum. Ávöxturinn er milli sítrónu og greipaldins að stærð, 5-12 sm í þvermál, aldinið er rautt og inniheldur um 600 fræ. Granatepli þolir vel þurrk. Á svæðum þar sem mikið úrkoma er þá skemmast ræturnar oft vegna sveppasýkingar.Granatepli þolir frost allt að −10 °C.

Orðið granatepli þýðir „epli með fræum“ (frá latneska orðinu grānātus þ.e. með fræum), enda er ávöxturinn stundum nefndur kjarnepli á íslensku. Fræ Granateplis eru borðuð hrá. Granateplasafi er vinsæll drykkur í Mið-Austurlöndum og er notaður í írönskum og indverskum réttum. Borgin Granada á Spáni ber nafn eftir þessum ávöxt.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.