Fara í innihald

Fuglakirsuber

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fuglakirsuber
Lauf og ávöxtur fuglakirsuberjatrés
Lauf og ávöxtur fuglakirsuberjatrés
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Rosids
Ættbálkur: Rosales
Ætt: Rosaceae
Ættkvísl: Prunus
Undirættkvísl: Cerasus
Tegund:
P. avium

Tvínefni
Prunus avium
(L.) L. 1755

Fuglakirsuber (fræðiheiti Prunus avium) er kirsuberjatré sem upprunnið er í Evrópu, vesturhluta Tyrklands, Norðvestur-Afríku, vesturhluta Asíu, frá Bretlandseyjum suður til Marokkó og Túnis, norður til Þrændalaga í Noregi og austur til Kákasus og Norður-Íraks og það vex einnig í vestari hluta Himalajafjalla.

Blóm fuglakirsuberjatrés

Fuglakirsuberjatré verður 15-32 m hátt og ummáls stofns verður allt að 1,5 m. Ung tré eru beinvaxin en vöxturin verður óreglulegur á eldri trjám. Aldin fuglakirsuberjatrjáa er fæða bæði dýra og manna.

tveir ávextir á sama stöngli

Um 800 fyrir Krist voru kirsuber ræktuð í Asíu og síðar í Grikklandi. Meirihlutinn af heimsframleiðslu kirsuberja kemur frá tveimur tegundum. Annars vegar eru sæt kirsuber en það eru tegundir ættaðar frá fuglakirsuberjatrjám og hins vegar eru súr kirsuber (prunus cerasus) sem eru aðallega notuð í matreiðslu. Fuglakirsuber hafa sums staðar breiðst út frá ræktun og vaxa nú villt í suðurhluta Kanada, Japan, Nýja-Sjálandi og í norðaustur- og norðvesturhluta Bandaríkjanna.

Fuglakirsuber er oft ræktað sem skrauttré í borgum og þá einkum í almenningsgörðum því það er of hávaxið sem garðtré. Þá er oft ræktað afbrigðið Plena sem blómgast meira en venjulegt fuglakirsuber. Viður fuglakirsubers er verðmætur harðviður.