Flateyjarbók
Útlit
Flateyjarbók (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið íslenskt handrit með fjölda konungasagna, Íslendingasagna og fornaldarsagna á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum 1387 til 1394.
Bókin dregur nafn sitt af Flatey á Breiðafirði, en þaðan fékk Brynjólfur Sveinsson biskup hana frá Jóni Finnssyni árið 1647. Biskupinn sendi Friðriki 3. Danakonungi bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok handritamálsins. Flateyjarbók er varðveitt á Stofnun Árna Magnússonar og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
Efnisyfirlit Flateyjarbókar
[breyta | breyta frumkóða]- Geisli
- Ólafs ríma Haraldssonar
- Hyndluljóð
- Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
- Sigurðar þáttr slefu
- Hversu Noregr byggðist
- Ættartölur
- Eiríks saga víðförla
- Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)
- Grænlendingasögur
- Færeyinga saga
- Jómsvíkinga saga
- Otto þáttr keisara
- Fundinn Noregr
- Orkneyinga þáttr
- Albani þáttr ok Sunnifu
- Íslands bygging
- Þorsteins þáttr uxafóts
- Sörla þáttr
- Stefnis þáttr Þorgilssonar
- Rögnvalds þáttr ok Rauðs
- Hallfreðar þáttr vandræðaskálds
- Kjartans þáttr Ólafssonar
- Ögmundar þáttr dytts
- Norna-Gests þáttr
- Helga þáttr Þórissonar
- Þorvalds þáttr tasalda
- Sveins þáttr ok Finns
- Rauðs þáttr hins ramma
- Hómundar þáttr halta
- Þorsteins þáttr skelks
- Þiðranda þáttr ok Þórhalls
- Kristni þáttr
- Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
- Eindriða þáttr illbreiðs
- Orms þáttr Stórólfssonar
- Hálfdanar þáttr svarta
- Haralds þáttr hárfagra
- Hauks þáttr hábrókar
- Ólafs saga helga
- Fóstbrœðra saga
- Orkneyinga saga
- Færeyinga saga
- Nóregs konungatal
- Haralds þáttr grenska
- Ólafs þáttr Geirstaðaálfs
- Styrbjarnar þáttr Svíakappa
- Hróa þáttr heimska
- Eymundar þáttr hrings
- Tóka þáttr Tókasonar
- Ísleifs þáttr biskups
- Eymundar þáttr af Skörum
- Eindriða þáttr ok Erlings
- Ásbjarnar þáttr Selsbana
- Knúts þáttr hins ríka
- Steins þáttr Skaptasonar
- Rauðúlfs þáttr
- Völsa þáttr
- Brenna Adams byskups
- Sverris saga
- Hákonar saga Hákonarsonar
- Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
- Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
- Þorsteins þáttr Hallssonar
- Þorvarðar þáttr krákunefs
- Stúfs þáttr blinda
- Odds þáttr Ófeigssonar
- Hemings þáttr Áslákssonar
- Auðunar þáttr vestfirzka
- Sneglu-Halla þáttr
- Halldórs þáttr Snorrasonar
- Þorsteins þáttr forvitna
- Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
- Blóð-Egils þáttr
- Grœnlendinga þáttr
- Helga þáttr ok Úlfs
- Játvarðar saga
- Flateyjarannálar
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Flateyjarbók Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
- Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar.
- Flateyjarbók á Handrit.is.
- Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860 á Google Books.
- Myndaniðurstöður