Fara í innihald

Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða – eða Lífssaga Ólafs helga – var ein af mörgum sögum um Ólaf helga Haraldsson Noregskonung, nú að mestu glötuð. Höfundur hennar var Styrmir Kárason hinn fróði, sem var um tíma heimilisprestur hjá Snorra Sturlusyni í Reykholti.

Aðalheimildin um Ólafs sögu Styrmis er Flateyjarbók. Þegar vinnan við Flateyjarbók var langt komin, hefur Magnús Þórhallsson ritari hennar farið yfir Lífssögu Ólafs eftir Styrmi, og séð að þar var nokkurt efni umfram það sem var í Ólafs sögu helga, sem áður hafði verið færð inn í Flateyjarbók. Tók hann þá saman viðauka með þessu viðbótarefni, sjá meðfylgjandi tengil. Hugsanlegt er reyndar að Ólafs saga helga í Flateyjarbók sé að nokkru leyti skrifuð eftir Ólafs sögu Styrmis.

Styrmir hefur byggt sögu sína á fyrri ritum um Ólaf helga, en aukið við efni úr öðrum heimildum eða munnlegri geymd. Ólafs saga Styrmis hefur verið viss áfangi í þróun konungasagna, og var e.t.v. rituð á Þingeyrum.

  • Sigurður Nordal: Formáli að Flateyjarbók IV, Akranesi 1945.