Fara í innihald

Fergin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fergin

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Elftingar (Equisetopsida)
Ættbálkur: Elftingarbálkur (Equisetales)
Ætt: Elftingarætt (Equisetaceae)
Ættkvísl: Elftingar (Equisetum)
Undirættkvísl: Equisetum subg. Equisetum
Tegund:
Fergin

Tvínefni
Equisetum fluviatile
L.

Fergin eða tjarnarelfting (fræðiheiti: Equisetum fluviatile) er fjölær jurt af elftingarætt. Hún vex alla jafna í votlendi, skurðum og jafnvel grunnum tjörnum. Jurtin nær 30 til 100 cm hæð en getur þó orðið stærri. Stöngullinn er alsettur liðum og við hvern lið vaxa 5 til 10 mm langar blöðkur en þær eru svartar í endann.

Fergin fjölgar sér bæði með renglum og gróum. Gróin þroskast í enda stilksins. Fergin er algengt um nær allt tempraðabelti norðurhvels; um alla Evrasíu suður til Spánar, í norðurhluta Ítalíu, Kákasusfjöllum, Kína, Kóreu og Japan í Asíu. Í Norður-Ameríku er hún heimakomin frá AleuteyjumNýfundnalandi, suður til Oregon, Idaho, norðvesturhluta Montana, norðaustur Wyoming, Vestur-Virginíu og Virginíu.

Nýting[breyta | breyta frumkóða]

Carolus Linnaeus getur þess að hreindýr, sem alla jafna fúlsa við venjulegu grasheyi, éti fergin af bestu lyst. Fergin hafi einnig verið slegið sem fóður fyrir kýr í norður-Svíþjóð en að hross sneiði hjá því.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.