FM95BLÖ
FM95BLÖ er íslenskur útvarpsþáttur sem er á dagskrá á útvarpstöðinni FM957 á föstudögum frá klukkan 16 til 18. Aðalumsjónarmaður þáttarins er Auðunn Blöndal en hann ásamt Agli Einarssyni og Steinþóri Hróari Steinþórssyni sjá um þáttinn í dag. Þátturinn hefur verið á dagskrá síðan 2011.
Saga þáttarins
[breyta | breyta frumkóða]Þættirnir hófu göngu sína í nóvember 2011 og voru í loftinu alla virka daga á milli klukkan 16 og 18. Í upphafi hafði Auðunn fasta meðstjórnendur með sér í þættinum. Á mánudögum var Björn Bragi Arnarsson með honum, á þriðjudögum var Sverrir Þór Sverrisson, á fimmtudögum var Hjörvar Hafliðason og á föstudögum var Egil Einarsson. Á miðvikudögum voru mismunandi gestir fengnir til að stýra þættinum með Auðunni.
Í nóvember 2013 var þáttunum breytt þannig að þeir voru aðeins í loftinu á föstudögum og voru umsjónarmennirnir Auðunn, Egill og Steinþór Hróar Steinþórsson. Þættirnir eru enn þann dag í dag í þeirri mynd.
Þann 13. maí 2022 héldu þremenningarnir upp á tíu ára afmæli þáttarins í Laugardalshöll.
Blökastið
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2021 byrjuðu Auðunn, Egill og Steinþór með hlaðvarpið Blökastið. Þættirnir koma út einu sinni í viku, á þriðjudögum, á hlaðvarpsveitunni Tal með gjaldi.