Fara í innihald

Fíaskó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fíaskó (kvikmynd))
Fíaskó
LeikstjóriRagnar Bragason
HandritshöfundurRagnar Bragason
FramleiðandiÍslenska kvikmyndasamsteypan,
Zik Zak
Friðrik Þór Friðriksson
Skúli Friðrik Malmquist
Þórir Snær Sigurjónsson
Leikarar
Frumsýning10. mars, 2000
Lengd87 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkLeyfð

Fíaskó var fyrsta kvikmynd Ragnars Bragasonar. Hún skiptist í þrjá kafla og fjallar um þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu sem búa undir sama þaki í miðbæ Reykjavíkur. Fyrsti hlutinn fjallar um ellilífeyrisþegan Karl Barðdal Róbert Arnfinnsson sem gerir hosur sínar grænar fyrir heldri frú Kristbjörg Kjeld sem þjáist af Alzheimers. Miðkaflinn fjallar um Júlíu Barðdal Silja Hauksdóttir, unga konu sem lifir í óvissu um hver barnsfaðir sinn sé. Þriðji og síðasti hlutinn fjallar um Steingerði Barðdal og samband hennar við predikara Eggert Þorleifsson sem er í alvarlegum ógöngum. Kvikmyndin hlaut verðlaun dómnefndar á Kvikmyndahátíðinni í Kairó árið 2001.

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.