Fara í innihald

Everything Is Love

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Everything Is Love
Breiðskífa eftir
Gefin út16. júní 2018
Tekin upp2017-2018
Hljóðver
  • U Arena í Paris
  • The Church Studios í London
  • Kingslanding West í Los Angeles
Stefna
Lengd41:50
Útgefandi
Stjórn
  • Beyoncé
  • Jay-Z
  • 808-Ray
  • Beat Butch
  • Boi-1da
  • Cool & Dre
  • David Andrew Sitek
  • D'Mile
  • Smittybeatz
  • Derek Dixie
  • El Michels
  • Fred Ball
  • Illmind
  • Jahaan Sweet
  • MeLo-X
  • Mike Dean
  • Nav
  • Nova Wav
  • Pharrell
  • Sevn Thomas
Tímaröð – Beyoncé
Lemonade
(2016)
Everything Is Love
(2018)
Renaissance
(2022)
Tímaröð – Jay-Z
4:44
(2017)
Everything Is Love
(2018)
Smáskífur af Everything Is Love
  1. „Apeshit“
    Gefin út: 16. júní 2018

Everything Is Love (oft stílfært í hástöfum) er fyrsta breiðskífa bandaríska tvíeykisins the Carters sem samanstendur af hjónunum Beyoncé Knowles-Carter og Shawn „Jay-Z“ Carter. Platan var gefin út 16. júní 2018 af Parkwood Entertainment, Sony Music Entertainment, S.C Enterprises og Roc Nation. Beyoncé og Jay-Z sáu um upptökustjórn plötunnar ásamt fjölda annarra, þar á meðal Cool & Dre, Boi-1da, og Pharrell Williams. Meðal gestasöngvara fyrir plötuna voru Quavo, Offset (báðir úr hljómsveitinni Migos), Pharrell Williams og Ty Dolla Sign. Tónlistarstefna plötunnar er hipphopp og R&B og hún fjallar um viðfangsefni eins og rómantíska ást, frægð, auð og stolt svartra.

Það var ekki greint frá plötunni opinberlega fyrr en Beyoncé og Jay-Z tilkynntu um útgáfu hennar á sviði á tónleikum þeirra í London á On the Run II Tour tónleikaferðalaginu og síðar í gegnum reikninga þeirra á samfélagsmiðlum. Platan var upphaflega einungis aðgengileg í gegnum tónlistarstreymisveituna Tidal áður en hún var gefin út víðar 18. júní 2018. Fyrstu vikuna fór Everything Is Love beint í annað sætið á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum með 123.000 seldar einingar sem jafngilda plötu.[1] Á 61. Grammy-verðlaunahátíðinni vann platan verðlaun fyrir Best Urban Contemporary Album auk þess að hljóta tilnefningar fyrir Best Music Video fyrir lagið „Apeshit“ og Best R&B Performance fyrir lagið „Summer“.

Áætlanir um sameiginlega plötu hjónanna voru tilkynntar af Jay-Z í viðtali við The New York Times árið 2017 þegar hann sagði að þau notuðu „list næstum eins og tíma í meðferð“ til að skapa nýja tónlist. Hins vegar, þar sem þau unnu einnig að þeirra eigin plötum, 4:44 og Lemonade, og tónlist Beyoncé þróaðist hraðar, var verkefnið tímabundið sett í bið. Orðrómur um samstarfsverkefnið þeirrar fór á kreik í mars 2018 þegar hjónin tilkynntu sameiginlega tónleikaferðalagið sitt On the Run II Tour.[2]

Meirihluti plötunnar var tekinn upp í U Arena í París. Lögin „Friends“, „Black Effect“ og „Salud!“ voru tekin upp í Kingslanding Studios West í Los Angeles og frekari upptökur á „Summer“ og „Nice“ fóru fram í The Church Studios í London. Beyoncé og Jay-Z framleiddu öll lögin sjálf með öðrum upptökustjórum, þar á meðal Pharrell Williams, Cool & Dre, Boi-1da, Jahaan Sweet, David Andrew Sitek, D'Mile, El Michels, Fred Ball, Illmind, MeLo-X, Mike Dean og Nav. Platan var að mestu tekin upp af Stuart White og Gimel „Young Guru“ Keaton.[3]

Eftir útgáfu plötunnar bjó Louvre safnið til skoðunarferð með leiðsögn um listina sem sýnd var í tónlistarmyndbandinu „Apeshit“.[4]

Kápa plötunnar er rammi úr tónlistarmyndbandinu fyrir „Apeshit“. Á henni eru tveir af dönsurum Beyoncé, Jasmine Harper og Nicholas „Slick“ Stewart, í Louvre safninu í París þar sem Harper er að gera í hárið á Stewart fyrir framan málverkið Mona Lisa eftir Leonardo da Vinci.[5]

Útgáfa og kynning

[breyta | breyta frumkóða]
Óvænta útgáfa plötunnar var tilkynnt á tónleikum þeirra On the Run II Tour í London.

Þann 6. júní 2018 lögðu Beyoncé og Jay-Z af stað í sameiginlega tónleikaferðalag sitt On the Run II Tour sem var framhald af tónleikaferðalaginu þeirra On the Run Tour frá 2014. Í lok annara tónleika þeirra í London Stadium í London þann 16. júní 2018 tilkynnti Beyoncé tónleikagestunum að tvíeykið myndi koma þeim á óvart áður en þau yfirgáfu sviðið. Síðan spilaðist tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Apeshit“ á LED skjánum á sviðinu. Eftir frumsýningu myndbandsins birtust orðin „ALBUM OUT NOW“ á skjánum. Everything Is Love var í kjölfarið gefin út eingöngu á Tidal, streymisveitu í eigu Jay-Z, og allir tónleikagestir fengu ókeypis sex mánaða prufuáskrift að veitunni til að geta streymt plötunni.[6] Plötuna var einnig hægt að kaupa í gegnum tónlistarverslun á vef Tidal. Útgáfa plötunnar var tilkynnt um allan heim á samfélagsmiðlum Beyoncé og Jay-Z þar sem flytjendurnir kölluðu sig the Carters.[7] Sama dag var tónlistarmyndbandið fyrir annað lag plötunnar og aðalsmáskífuna, „Apeshit“ gefið út á YouTube rás Beyoncé. Myndbandið var leikstýrt af Ricky Saiz og tekið upp á Louvre listasafninu í París.[8][9]

Þann 18. júní var platan gefin út á ýmsum öðrum vettvöngum, þar á meðal á iTunes Store, Apple Music, Deezer, Amazon Music, Napster, Google Play Music og Spotify.[10]

Söluárangur

[breyta | breyta frumkóða]
Beyoncé og Jay Z koma fram á á tónleikaferðalaginu.

Everything Is Love fór beint í annað sætið á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum með 123.000 seldar einingar sem jafngilda plötu (þar af 70.000 eintök sem hrein sala af plötunni) fyrstu vikuna.[1] Platan komst á vinsældalistann eftir minna en sex daga virkni á Tidal, og fjögurra daga virkni á öllum öðrum stafrænum söluaðilum og streymisveitum.[11] Í sinni annari viku fór platan niður í fjórða sæti listans og seldust 59.000 einingar til viðbótar.[12] Í sinni þriðju viku fór platan niður í áttunda sæti listans með 33.000 einingar í viðbót.[13] Í fjórðu vikunni hélt platan áttunda sætinu með 29.000 fleiri einingar.[14] Everything Is Love var 70. vinsælasta plata ársins 2018 á bandaríska Billboard 200 vinsældalistanum.[15] Þann 14. janúar 2019 hlaut platan gull viðurkenningu af Recording Industry Association of America (RIAA) fyrir samanlagða sölu á plötunni og einingum sem jafngilda plötu með yfir 500.000 einingar í Bandaríkjunum.[16]

Everything Is Love — Stöðluð útgáfa
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„Summer“
  • Beyoncé
  • Shawn Carter
  • Homer Steinweiss
  • James Fauntleroy II
  • Marcello Valenzano
  • Thomas Brenneck
  • Leon Michels
  • Michael Herard
  • Andre Lyon
4:45
2.„Apeshit“4:24
3.„Boss“
4:04
4.„Nice“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Denisia Andrews
  • Brittany Coney
3:53
5.„713“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Valenzano
  • Lyon
  • Rayshon Cobbs Jr.
  • Robert Caldwell
  • Lonnie Lynn
  • Bruce Malament
  • Norman Harris
  • James Yancey
  • Andre Young
  • Melvin Bradford
  • Scott Storch
  • Paul Bender
  • Simon Mavin
  • Perrin Moss
  • Naomi Saalfield
3:13
6.„Friends“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Matthew Samuels
  • Jahaan Sweet
  • Andrews
  • Coney
  • Tavoris Hollins Jr.
  • Amir Esmailian
  • Navraj Goraya
  • Rupert Thomas Jr.
5:44
7.„Heard About Us“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Samuels
  • Nija Charles
  • Sweet
  • Anderson Hernandez
  • Ramon Ibanga Jr.
  • Sean Combs
  • James Mtume
  • Jean-Claude Olivier
  • Christopher Wallace
3:10
8.„Black Effect“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
  • Lyon
  • Cobbs, Jr.
  • Valenzano
  • Alexander Smith
  • Jun Kozuki
5:15
9.„LoveHappy“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
  • Lynn
  • Charles
  • David Sitek
  • Bill Laswell
  • Thierry Planelle
  • Jean Touitou
  • Eddie Campbell
  • Ernie Johnson
  • Pete James
  • Raphael Saadiq
  • James Poyser
  • Robert Ozuna
  • Glenn Standridge
  • Erica Wright
  • Larry Graham
3:49
Samtals lengd:38:18
Everything Is Love — Útgáfa á beyonce.com
Nr.TitillLagahöfundur/arLengd
1.„LoveHappy“
  • Beyoncé
  • Shawn Carter
  • Denisia Andrews
  • Brittany Coney
  • Lonnie Lynn
  • Melvin Bradford
  • David Sitek
  • Bill Laswell
  • Thierry Planelle
  • Jean Touitou
  • Eddie Campbell
  • Ernie Johnson
  • Pete James
  • Raphael Saadiq
  • James Poyser
  • Robert Ozuna
  • Glenn Standridge
  • Erica Wright
  • Larry Graham
3:49
2.„Apeshit“4:24
3.„Boss“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Tyrone Griffin Jr.
  • Dernest Emile II
4:04
4.„Nice“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
3:53
5.„713“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Marcello Valenzano
  • Andre Lyon
  • Rayshon Cobbs Jr.
  • Robert Caldwell
  • Lynn
  • Bruce Malament
  • Norman Harris
  • James Yancey
  • Andre Young
  • Bradford
  • Scott Storch
  • Paul Bender
  • Simon Mavin
  • Perrin Moss
  • Naomi Saalfield
3:13
6.„Friends“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Matthew Samuels
  • Jahaan Sweet
  • Andrews
  • Coney
  • Tavoris Hollins Jr.
  • Amir Esmailian
  • Navraj Goraya
  • Rupert Thomas Jr.
5:44
7.„Heard About Us“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Samuels
  • Nija Charles
  • Sweet
  • Anderson Hernandez
  • Ramon Ibanga Jr.
  • Sean Combs
  • James Mtume
  • Jean-Claude Olivier
  • Christopher Wallace
3:10
8.„The Black Effect“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Andrews
  • Coney
  • Lyon
  • Cobbs, Jr.
  • Valenzano
  • Alexander Smith
  • Jun Kozuki
5:13
9.„Salud!“
  • Beyoncé
  • Carter
  • Valenzano
  • Lyon
  • Eliot Dubock
  • Terius Nash
3:33
Samtals lengd:37:04
Everything Is Love — ChopNotSlop Remix
Nr.TitillLengd
1.„Summer“7:29
2.„Boss“6:59
3.„Black Effect“5:43
4.„Friends“8:23
5.„LoveHappy“5:15
6.„Apeshit“6:05
7.„713“5:50
8.„Salud!“5:27
9.„Nice“5:58
10.„Heard About Us“5:53
Samtals lengd:63:02
Listi yfir útgáfudagsetningar, svæði, snið, útgefendur og tilvísanir
Svæði Dagsetning Snið Útgefandi Tilv.
Ýmis 16. júní 2018 [17]
18. júní 2018
  • Streymi
  • stafrænt niðurhal
[18][19]
6. júlí 2018 Geisladiskur [20]
Japan 22. ágúst 2018 Geisladiskur Sony Music Entertainment Japan [21]

Fyrirmynd greinarinnar var „Everything Is Love“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. júní 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Caulfield, Keith (24. júní 2018). „5 Seconds of Summer Earn Third No. 1 Album on Billboard 200 Chart With 'Youngblood“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. júní 2018. Sótt 25. júní 2018.
  2. Sodomsky, Sam; Wicks, Amanda (16. júní 2018). „Beyoncé and JAY-Z Release New Album Everything Is Love: Listen“. Pitchfork. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2018. Sótt 16. júní 2018.
  3. „The Carters – EVERYTHING IS LOVE Album Credits“. [istandard] (bandarísk enska). 17. júní 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2023. Sótt 19. maí 2020.
  4. Kreps, Daniel (6. júní 2018). „Louvre Creates Guided Tour Based on Beyonce, Jay-Z's 'Apeshit' Video“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. desember 2018. Sótt 14. desember 2018.
  5. Lockett, Dee (17. júní 2018). „Everything You Need to Know About Beyoncé and Jay-Z's Joint Album, Everything Is Love“. Vulture. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. júlí 2018. Sótt 17. júní 2018.
  6. Grow, Kory (16. júní 2018). „Beyonce, Jay-Z Drop New Album 'Everything Is Love' During OTRII Tour“. Rolling Stone. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2018. Sótt 17. júní 2018.
  7. Coscarelli, Joe (16. júní 2018). „Beyoncé and Jay-Z Deliver a Surprise Album: 'Everything Is Love'. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2018. Sótt 16. júní 2018.
  8. Iasimone, Ashley (16. júní 2018). „Beyonce & JAY-Z, AKA the Carters, Drop Joint 'Everything Is Love' Album“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2018. Sótt 16. júní 2018.
  9. Elder, Sajae (16. júní 2018). „Beyoncé and Jay Z release the video for their single "Apeshit". The Fader. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. júní 2018. Sótt 17. júní 2018.
  10. „Beyonce and Jay-Z's 'Everything Is Love' Now Available on Apple Music, Spotify, Amazon“. Variety. 18. júní 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júní 2018. Sótt 18. júní 2018.
  11. Caulfield, Keith (20. júní 2018). „Beyoncé & JAY-Z vs. 5 Seconds of Summer for No. 1 on Billboard 200 Albums Chart“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2018. Sótt 25. júní 2018.
  12. Caulfield, Keith (1. júlí 2018). „Panic! at the Disco's 'Pray for the Wicked' Debuts at No. 1 on Billboard 200 Albums Chart“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2019. Sótt 1. júlí 2018.
  13. Caulfield, Keith (8. júlí 2018). „Florence + The Machine, Gorillaz Debut in Top 10 on Billboard 200 Albums Chart“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2023. Sótt 10. júlí 2018.
  14. Caulfield, Keith (15. júlí 2018). „Drake's 'Scorpion' Scores Second Week at No. 1 on Billboard 200 Albums Chart“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júlí 2018. Sótt 20. júlí 2018.
  15. „Billboard 2018 Year End Charts“. Billboard. 21. mars 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. mars 2020. Sótt 5. desember 2018.
  16. „American album certifications – The Carters – Everything Is Love“. Recording Industry Association of America.
  17. „Listen to EVERYTHING IS LOVE on Tidal“. Tidal. 16. júní 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. júní 2018. Sótt 21. júní 2018.
  18. „EVERYTHING IS LOVE by THE CARTERS“. iTunes Store (US). 18. júní 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2023. Sótt 21. júní 2018.
  19. „EVERYTHING IS LOVE – Album by THE CARTERS | Spotify“. Spotify. 18. júní 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. ágúst 2018. Sótt 21. júní 2018.
  20. „EVERYTHING IS LOVE by THE CARTERS“. Amazon.com. 6. júlí 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2020. Sótt 6. júlí 2018.
  21. „「エヴリシング・イズ・ラヴ」- ザ・カーターズ“. Sony Music Japan. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2020. Sótt 3. ágúst 2020.